Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Vinnuskóli Hafnarfjarðar hlaut viðurkenningu í þriðja sinn sem skóli á grænni grein og fékk Grænfánann afhentan við hátíðlega athöfn fyrir framúrskarandi árangur í umhverfismálum
Vinnuskóli Hafnarfjarðar hlaut viðurkenningu í þriðja sinn sem skóli á grænni grein og fékk Grænfánann afhentan við hátíðlega athöfn fyrir framúrskarandi árangur í umhverfismálum.
Árið 2019 setti Vinnuskóli Hafnarfjarðar sér það markmið að hætta alfarið notkun á einnota umbúðum og flokka betur úrgang. Nemendur í Vinnuskólanum og starfsmenn hans sýndu framúrskarandi árangur í þeim málum og að launum hlaut skólinn Grænfánann. Grænfáninn er alþjóðleg viðurkenning veitt skólum sem huga að umhverfismálum og vinna í átt að sjálfbærni. Landvernd hefur umsjón með verkefninu á Íslandi, en þeir skólar sem hljóta viðurkenninguna fá titilinn skólar á grænni grein. Vinnuskóli Hafnarfjarðar er einn fárra vinnuskóla á grænni grein, einn þriggja sem hafa fengið Grænfánann.
Við athöfnina var lesið upp frumsamið ljóð sem meðlimir jafningjafræðslu sömdu
Í byrjun sumars 2019 var settur á laggirnar sérstakur umhverfishópur sem taldi hóp ungmenna. Hópurinn samdi umhverfissáttmála og út frá honum var svo samin umhverfisstefna Vinnuskóla Hafnarfjarðar. Umhverfissáttmálinn var hafður í hávegum allt sumarið. Hann fjallar um að lögð sé áhersla á fræðslu um umhverfisvernd, endurnýtingu efnis, orkusparnað, moltun lífræns úrgangs og að vera til fyrirmyndar í umhverfisvernd. Umhverfisstefna Vinnuskólans er að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum, vekja alla starfsmenn sína til umhugsunar um umhverfismál, skapa jákvæða umræðu um umhverfismál og að kynna grænfánastarfið og mikilvægi þess til starfsmanna sinna.
Til að vinna að því markmiði að nota engar einnota umbúðir voru farnar ýmsar leiðir. Hver og einn starfsmaður notaði kaffibolla merktan sér í stað þess að nota einnota pappamál eða plastglös. Nemendur voru hvattir til að koma með fjölnota nestisbox í stað plastpoka og nota vatnsbrúsa í staðinn fyrir að koma með fernur eða plastflöskur. Rusl vegna nestistíma minnkaði því til muna. Það rusl sem skapaðist var svo ávallt flokkað í viðeigandi tunnur. Árið 2019 sá umhverfishópurinn um að fræða nemendur um umhverfismál á jafningjagrundvelli. Margir í umhverfishópnum voru í byrjun sumars vel að sér í umhverfismálum og stóðu sig með prýði við fræðsluna yfir allt sumarið. Hópurinn fræddi ekki aðeins nemendur, heldur veittu hann bæjarráði og bæjarstarfsmönnum fræðslu og fékk þar hrós fyrir mikilvægt starf. Í ár verður jafningjafræðslan og sérstakur grænn leiðbeinandi með umhverfisfræðslu handa nemendum Vinnuskólans.
Þar sem grænfáninn er aðeins veittur eitt ár í senn er unnið að nýjum markmiðum í átt að sjálfbærni þetta sumar, til að Vinnuskóli Hafnarfjarðar verði áfram skóli á grænni grein. Í ár verður stigið skrefinu lengra og bætt við markmiðum sem stuðla að sjálfbærni skólans. Ekki verður bara lögð áhersla á það að sleppa einnota umbúðum og flokka úrgang, heldur verður unnið í átt að því molta allan lífrænan úrgang og hvatt til þess að ganga/hjóla/nota almenningssamgöngur í vinnuna.
Sjá upplýsingar um Vinnuskóla Hafnarfjarðar
Félagsskapur Karla í skúrnum hefur vaxið og dafnað allt frá því hann var stofnaður 2018 – fyrst hér í Hafnarfirði.…
Stór dagur var hjá Miðstöð vinnu og virkni í gær. Þórdís Rúriksdóttir, forstöðumaður Miðstöðvarinnar, segir að þótt dagurinn hafi verið…
Sundlaugamenning Íslands hefur verið formlega skráð sem óáþreifanlegur menningararfur mannkyns hjá UNESCO.
Fimmta Jólaþorpshelgin verður hlaðin kræsingum og gleði. Fjöldi skemmtiatriða og svo margt sem má upplifa í firðinum okkar fagra.
Tvöföld Reykjanesbraut milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns opnaði formlega síðdegis í gær. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar fagnaði því í Haukaheimilinu um leið og…
Tólf starfsmenn hlutu 25 ára starfsaldursviðurkenningu í gærdag. Samanlagður starfsaldur þessa flotta hóps er 300 ár. Aðeins konur prýddu fagran…
„Til hamingju með 25 ára afmælið,“ sagði Valdimar Víðisson bæjarstjóri þegar hann flutti ávarp á fræðsludegi og afmælisfögnuðu PMTO hugmyndafræðinnar…
All verk ehf. byggir búsetuskjarna með sólarhringsþjónustu við Smyrlahraun 41A. Húsnæðið verður tilbúið um mitt ár 2027.
Nú skína jólaljósin skært. Jólabærinn Hafnarfjörður hvetur Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar til þess að senda ábendingu um þau hús, þær…
Allt er að smella hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar sem úthlutar á morgun mat og gjöfum til um 300 hafnfirskra einstæðinga og…