Virkjum börnin í sumar og sendum þau leikjasmiður

Fréttir

Skemmtilegt sumar bíður hafnfirskum börnum í tómstundasmiðjum. Fjölmargar smiðjur eru í boði fyrir börnin sem ljúka nú 4. – 7. bekk. Ævintýri, vísindatilraunir, hreyfing og sköpun. Smiðjurnar bíða!

Já, sumarið er tíminn!

Skemmtilegt sumar bíður hafnfirskum börnum í tómstundasmiðjum. Fjölmargar smiðjur eru í boði fyrir börnin sem ljúka nú 4. – 7. bekk. Ævintýri, vísindatilraunir, hreyfing og sköpun. Tómstund heldur úti smiðjunum. Markmiðið er að virkja börnin okkar í sumarfríinu, gefa þeim tækifæri á að hitta önnur börn, kynnast áhugaverðum viðfangsefnum og endurvekja gömul áhugamál. Þau hittast í Lækjaskóla og Áslandsskóla.

Fyrsta vika – Ævintýri
  1. júní: Ratleikur og bingo
  2. júní: Persónusköpun- og sögusköpun, já og kortagerð
  3. júní: Vopnagerð og Escape Room
  4. júní: Varúlfur og dorgveiðikeppni
  5. júní: Sparinesti, ævintýramynd og víkingahátíð

 

Önnur vika – Vísindatilraunir
  1. júní: Tie Dye og útileikir
  2. júní: ísgerð, slím og blek
  3. júní: Eldgosagerð
  4. júní: Tilrauna-Gettu betur

 

Þriðja vika – Hreyfing
  1. júní: Pógó mót og Tarzan leikur
  2. júní: Ganga og kubbakeppni
  3. júní: hjólaferð og körfubolti
  4. júní: Skotbolti/brennó og bandí

 

Fjórða vika – Sköpun
  1. júlí: Leir og tískugerð.
  2. júlí: Málning og tískugerð
  3. júlí: Skartgripagerð og mála á bolla
  4. júlí: Klipart og karaoke
  5. júlí: Tískusýning

 

Tómstund skiptist upp í fjögur tímabil, hvert tímabil er viku í senn. Börnin velja sér smiðjur sem þau vilja sækja í viðkomandi viku. Engin aldurskipting og allir sem eru skráðir geta mætt bæði fyrir og eftir hádegi. Vikan kostar 2968 kr.

Sjá facebooksíðu Tómstundar 👉 hér

Skráning 👉 hér

 

Ábendingagátt