Virkjum ungmennin okkar – samstarf við Dale Carnegie

Fréttir

Hafnarfjarðarbær hefur gert samning við fyrirtækið Dale Carnegie um námskeið fyrir 13-15 ára ungmenni í Hafnarfirði. Samningur sveitarfélagsins hljóðar upp á 30.000.- kr afslátt af námskeiðsgjaldi en auk þess er hægt að nota frístundastyrk upp í greiðslu. 

Hafnarfjarðarbær hefur gert samning við fyrirtækið Dale Carnegie um námskeið fyrir 13-15 ára ungmenni í Hafnarfirði. Samningur sveitarfélagsins hljóðar upp á 30.000.- kr afslátt af námskeiðsgjaldi en auk þess er hægt að nota frístundastyrk upp í greiðslu. 

DaleCarnigie

 

Er barnið þitt klárt fyrir haustið?

Dale Carnegie býður meðal annars upp á námskeið fyrir ungt fólk sem vill auka leiðtogafærni sína. Námskeiðið hér í Hafnarfirði hefst 1. október, stendur yfir í átta vikur og hittist hópurinn einu sinni í viku. Verð á námskeiði er 109.000.- en 79.000.- til hafnfirskra barna.  25.000 ef frístundastyrkur er að fullu nýttur upp í greiðslu á námskeiði. 

 

Virkjum kraftinn í unga fólkinu okkar!

Það býr kraftur í ungu fólki. Orka sem þarf beisla og beina í réttan farveg. Á þessu námskeið Dale Carnegie leggja nemendur, með aðstoð sérfræðinga, grunninn að sinni eigin stefnu fyrir framtíðina.  Ungmennin þjálfast í að líta á áskoranir sem tækifæri og bæta hæfni sína og viðhorf.  Þátttakendur á námskeiði fara út fyrir þægindahringinn, reyna á sig og styrkja þannig sjálfsmyndina. Upplifa jákvæðar tilfinningar og sigra og auka þannig sjálfstraustið sem hjálpar þeim að verða öflugri leiðtogar í eigin umhverfi og lífi. Þau læra aðferðir til þess að styrkja sambönd og samvinnufærni í raunverulegum aðstæðum. Netheimar geta verið skemmtilegir en enginn kemst vel í gegnum lífið nema að eiga samskipti, auglitis til auglitis við aðra. Aðferðir til að auka jákvæðni og gleði. Unga fólkið þjálfast í því að tala fyrir fram hóp af fólki og verður betri í tjáningu. Þau læra hvað hrós og hvatning getur haft jákvæð áhrif á bæði á þau sjálf og aðra.

Hafnarfjarðarbær hvetur foreldra og forráðamenn til að nýta sér tækifærið  og mæta með börnum sínum á kynningarfund í Víðistaðaskóla þriðjudaginn 10. september kl. 17:30.

Skráning á kynningarfund HÉR

Skráning á námskeið HÉR

Ábendingagátt