VITINN – nýtt hlaðvarp Hafnarfjarðarbæjar

Fréttir

Hafnarfjarðarbær kynnir til sögunnar Vitann, nýtt hlaðvarp Hafnarfjarðarbæjar. Um er að ræða tilraunaverkefni og nýja og spennandi leið í upplýsingagjöf til íbúa og allra þeirra sem áhugasamir eru um sveitarfélagið, viðfangsefni þess, verkefni og þjónustu. 

Hafnarfjarðarbær kynnir til sögunnar Vitann, nýtt hlaðvarp Hafnarfjarðarbæjar. Um er að ræða tilraunaverkefni og nýja og spennandi leið í upplýsingagjöf til íbúa og allra þeirra sem áhugasamir eru um sveitarfélagið, viðfangsefni þess, verkefni og þjónustu. 

Sveitarfélagið hefur stækkað mikið undanfarin misseri, íbúarnir á öllum aldri með ólík áhugamál og nýta ólíkar leiðir til upplýsingaöflunar. Hlaðvarpið opnar á ítarlegri umfjöllun um einstaka verkefni, þjónustu og mál sem eru mikið í umræðunni hverju sinni. Hægt er að nálgast þætti Vitans HÉR á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar en einnig á hlaðvarpsveitum á borð við Spotify , Simplecast og Podcast Addict. Unnið er að því að gera Vitann aðgengilegan á fleiri veitum.

Þáttur #1 – Björn Pétursson bæjarminjavörður 

Í fyrsta þætti Vitans ræðir Sigurjón Ólafsson, sviðsstjóri þjónustu og þróunar, við Björn Pétursson bæjarminjavörð og forstöðumann Byggðasafns Hafnarfjarðar. Viðtalið er tekið upp í hinu sögufræga húsi Bookless Bungalow við Vesturgötu þar sem Björn leiðir hlustendur í gegnum áhugaverða þætti í starfsemi safnsins, sögu bæjarins og segir skemmtilegar sögur m.a. af draugagangi, atkvæðasmölun Siggu í Siggubæ og gefur okkur uppskrift að góðum sunnudegi í Hafnarfirði.

Ábendingagátt