Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Hafnarfjarðarbær er á hraðferð í stafrænum umbreytingum. Á stuttum tíma í stafrænu samhengi hafa stór sem smá verkefni litið dagsins ljós og hlutirnir gerst hratt þrátt fyrir þá staðreynd að nýjar stafrænar vörur eða lausnir taka yfirleitt einhver ár í undirbúningi og framleiðslu. Hönnunarkerfið Vitinn er gott dæmi um mikilvægt og stórt stafrænt verkefni.
Við kynnum Vitann – nýtt hönnunarkerfi Hafnarfjarðarbæjar
Hafnarfjarðarbær er á hraðferð í stafrænum umbreytingum. Á tiltölulega stuttum tíma hafa stór sem smá verkefni litið dagsins ljós og hlutirnir gerst hratt þrátt fyrir þá staðreynd að nýjar stafrænar vörur eða lausnir taka yfirleitt langan tíma og jafnvel einhver ár í undirbúningi og framleiðslu. Þannig hefur áhersla verið lögð á það síðustu mánuði og ár að framleiða einfalda hluti sem skilja ávinningi og vitað er að skipta íbúa máli. Samhliða hefur verið unnið að útfærslu stærri stafrænna lausna sem nú eru farnar að líta dagsins ljós. Hönnunarkerfið Vitinn er dæmi um eitt slíkt verkefni.
Góð notendaupplifun og samræmd ásýnd Hafnarfjarðarbæjar
Vitinn, nýtt hönnunarkerfi Hafnarfjarðarbæjar, sem nú er kynnt til sögunnar verður leiðarljós í allri hönnun fyrir Hafnarfjarðarbæ. Það einfaldar hönnunarvinnu starfsfólks og þeirra sem koma að hönnun fyrir bæjarfélagið hvort sem það er fyrir prent, skjái eða stafræna miðla. Samhliða var merki bæjarins, sem er orðið rótgróið í hjarta bæjarbúa, uppfært í takti við kröfur nútíma miðla sem eru breyttar og landslagið annað. Uppfærslan fór aðallega í sér samræmingu á þykkt lína fyrir faglega birtingu á stafrænum miðlum. Nýtt hönnunarkerfi hefur m.a. að geyma merki bæjarins í öllum stærðum og gerðum ásamt mikilvægum upplýsingum um liti, leturgerðir, myndskreytingar, myndastíl og þannig heildrænt útlit á miðlum og efni sveitarfélagsins. Með tilkomu kerfis stefnir allt í að hönnun sveitarfélagsins verður samræmdari og hagkvæmari og notendaupplifun betri til lengri tíma litið.
Hönnunarkerfið er afrakstur samstarfs starfsfólks bæjarins við Metall Design Studio, H:N Markaðssamskipti, Ólaf Má Svavarsson og Berglindi Ósk Bergsdóttur. Hafnarfjarðarbær er um 2.000 manna vinnustaður með 70 starfsstöðvar og mikil áskorun að ná góðum heildarbrag eða ásýnd fyrir þetta stóra fyrirtæki á íslenskan mælikvarða. Öll hönnun mun ekki fara í sama búning í einu vetfangi en með opnun Vitans hönnunarkerfis hefst vegferðin.
Mótun þjónustuáherslna og forgangsröðun þjónustuverkefna sem unnin var 2019 og 2020 auk stjórnsýsluúttektar og markaðsstefnumótunar sem unnar voru fyrir sveitarfélagið á árinu 2019 hafa verið leiðarljós og grunnur í þeirri stefnumarkandi vinnu sem hefur átt sér stað frá stofnun þjónustu- og þróunarsviðs haustið 2019.
Niðurstöður stjórnsýsluúttektar leiddu m.a. í ljós mikið álag á fagsviðum og skort á verkferlum með þeim afleiðingum að þjónusta Hafnarfjarðarbæjar náði ekki að þróast og eflast í takti við breytta tíma, aukið umfang og auknar kröfur. Í stað þess að mæta áskorun með auknum fjölda stöðugilda var ákveðið að hefjast handa við að efla verulega þá þjónustu sem leysa má í fyrstu snertingu og rýna kerfisbundið helstu ferla með samtali og samstarfi þeirra sem þiggja þjónustuna, þeirra sem veita hana og bæjaryfirvalda. Þessi vinna og samtal hefur varpað ljósi á fjölmörg tækifæri til úrbóta og það m.a. með aukinni áherslu á sjálfsafgreiðslu og stafrænar umbætur. Þessi vinna er þegar farin að skila sér beint til íbúa og annarra hagsmunaaðila. Þessi vinna skilaði líka áherslum bæjarins í þjónustu og hafa gildin hlýleg, áreiðanleg og snjöll verið höfð að leiðarljósi í verkefnum og aðgerðum sveitarfélagsins síðustu misserin.
Dæmi um einföld verkefni litið hafa dagsins ljós síðustu vikur og mánuði:
Ítarlegri upplýsingar um ferli og framkvæmd er að finna á bloggi sveitarfélagsins.
Jólamarkaður Íshússins í Ægi 220 verður tvisvar fyrir þessi jól, annars vegar sunnudaginn 24. nóvember og hins vegar að kvöldi…
SSH stendur fyrir könnun um heilsu, líðan og velferð ungs fólks frá 16-25 ára. Mismunandi spurningar sem koma m.a. að…
Bergið headspace og Hafnarfjarðarbær hafa starfað náið saman síðan í mars 2021. Samstarfið byggir á ráðgjafaþjónustu til handa ungu fólki…
Ása Marin les úr bókinni sinni Hittu mig í Hellisgerði í Hellisgerði kl. 14 á morgun, laugardag. Bókin er ekki…
Hringhús prýðir miðju Thorsplans í fyrsta sinn. Þar verður hægt að gæða sér á kakói, fá sér heitan kaffibolla og…
Evrópska nýtnivikan tók á sig skemmtilegan blæ á leikskólanum Norðurbergi nú í morgun þegar starfsmenn mættu í skiptiflíkum af hver…
Ása Marin er höfundur rómantísku stefnumótaskáldsögunnar Hittu mig í Hellisgerði. Jólabærinn Hafnarfjörður rammar söguna inn.
Keramik Bjarna Sigurðssonar nýtur sín oft í tímaritinu Bo Bedre. Hann hefur haldið í samböndin í Danmörku síðan hann lærði…
Í myrkri sjást gangandi og hjólandi vegfarendur illa þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós og mikilvægi endurskinsmerkja því ótvírætt. Hafnarfjarðarbær hvetur…
Stjórn GSÍ hefur heimild til að veita heiðursviðurkenningar til einstaklinga, fyrirtækja, félagasamtaka og sveitarfélaga sem skarað hafa fram úr með…