Nýr samningur um fjarskiptaþjónustu Hafnarfjarðarbæjar  

Fréttir

Hafnarfjarðarbær og Vodafone hafa undirritað nýjan samning til þriggja ára um síma- og fjarskiptaþjónustu fyrir bæinn með heimild til framlengingar um að hámarki tvö ár. Vodafone hefur séð um síma- og fjarskiptaþjónustu Hafnarfjarðarbæjar frá árinu 2006.

 

Vodafone sér áfram um síma- og fjarskiptaþjónustu Hafnarfjarðarbæjar

Hafnarfjarðarbær og Vodafone hafa undirritað nýjan samning til þriggja ára um síma- og fjarskiptaþjónustu fyrir bæinn með heimild til framlengingar um að hámarki tvö ár. Vodafone hefur séð um síma- og fjarskiptaþjónustu Hafnarfjarðarbæjar frá árinu 2006.

„Það er mjög ánægjulegt að geta haldið áfram farsælu samstarfi með Vodafone um uppbyggingu á öflugu netkerfi fyrir allar starfstöðvar Hafnarfjarðarbæjar. Það er ekki síður mikilvægt að hafa öflugan bakhjarl í metnaðarfullri stefnu sveitarfélagsins við að nútímavæða tækniumhverfi starfsfólks og starfsstöðva í hverskonar skýjalausnum og stafrænni umbreytingu,“ segir Eymundur Björnsson deildarstjóri þróunar- og tölvudeildar.

Frá vinstri: Baldur Óli Sigurðsson kerfisstjóri netbúnaðar hjá Hafnarfjarðabæ, Guðmundur Ragnar Ólafsson rekstrarstjóri hjá Hafnarfjarðarbæ, Atli Viðar Björnsson viðskiptastjóri hjá Vodafone, Yngvi Halldórsson forstjóri Sýnar, Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Trausti Guðmundsson forstöðumaður fyrirtækjasviðs Vodafone, Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs Hafnarfjarðarbæjar og Eymundur Björnsson deildarstjóri þróunar- og tölvudeildar Hafnarfjarðarbæjar.

Tilboð undir kostnaðarmati

Tilboð í örútboði voru opnuð í júlí 2022 og var útboðslýsing send til þeirra aðila á fjarskiptamarkaði sem hafa rammasamning við Ríkiskaup. Tvö tilboð bárust, annars vegar frá Símanum og hins vegar frá Sýn hf. sem á og rekur meðal annars Vodafone. Kostnaðarmat vegna örútboðsins var um 2,6 milljónir króna. Tilboð Sýnar var um 1,3 milljónum króna undir kostnaðarmati eða kr. 1.302.770.- og helgast hagstætt tilboð aðallega af breytingum á tækni og notkun og aukinni áherslu á kostnað byggt á gagnamagni umfram tengingar. Síma- og fjarskiptaþjónusta Vodafone fyrir Hafnarfjarðarbæ tekur til allra vöruflokka þ.e. GSM, fastlínu, gagnatenginga, gagnaflutnings og leigu á viðeigandi búnaði fyrir tengingar.

Ábendingagátt