Vorsópun er hafin!

Fréttir

Sópun á götum, stéttum og göngustígum í Hafnarfirði er hafin. Fyrir páska var byrjað á sópun á aðalleiðum og mun þeirri framkvæmd ljúka í vikunni. Stígahreinsun er hafin og verða aðalstígar hreinsaðir fyrst og síðan almennir stígar. Bænum er skipt upp í 14 hverfi og eru hverfin skiltuð upp degi fyrir sópun með tilkynningu um fyrirhugaða sópun.

Sópun á götum, stéttum og göngustígum í Hafnarfirði er hafin. Fyrir páska var byrjað á sópun á aðalleiðum og mun þeirri framkvæmd ljúka í vikunni. Stígahreinsun er hafin og verða aðalstígar hreinsaðir fyrst og síðan almennir stígar. Bænum er skipt upp í 14 hverfi og eru hverfin skiltuð upp degi fyrir sópun með tilkynningu um fyrirhugaða sópun. Eyjur verða háþrýstiþvegnar þegar hverfahreinsun er lokið. 

Tökum virkan þátt og tryggjum góða sópun!

Við biðjum íbúa um að taka virkan þátt þannig að árangurinn verði sem bestur. Nauðsynlegt er að hafa götur auðar af bílum þann dag sem sópað er þannig að mögulegt sé að sópa kantanna á milli. Íbúar og starfsmenn fyrirtækja geta samhliða nýtt tækifærið og sópað í kring hjá sér. Þannig verður heildin miklu fallegra ásýndar.

Hverfaskipting sópunar

Starfað er eftir ákveðinni verkáætlun sem felur í sér sópun á öllum hverfum á tímabilinu 16.apríl – 8. maí. Sjá má áætlun á mynd hér fyrir neðan og geta íbúar miðað sópun á plönum sínum og í nærumhverfi við þessa áætlun. Verkáætlun er sett fram með fyrirvara um breytingar sem einna helst geta orðið vegna veðurs (frost) og seinkun hjá verktaka sem sér um sópunina. Hvert hverfi er skiltað deginum áður þar sem tilkynnt er um sópun degi síðar.

Vorsopun2020

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Við viljum gjarnan fá ábendingar um það sem betur má fara. Þú getur sett inn ábendingu og upplýsingar í ábendingagáttina okkar , hringt í þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar í síma 585-5500 eða sent tölvupóst á netfangið: hafnarfjordur@hafnarfjordur.is . Umhverfis og skipulagsþjónusta Hafnarfjarðarbæjar að Norðurhellu 2 hefur umsjón með hreinsun gatna og göngustíga.

Ábendingagátt