Vorsópun stendur yfir – tökum þátt

Fréttir

Sópun á götum, stéttum og göngustígum í Hafnarfirði er hafin. Í fyrra fór sópun af stað um svipað leyti en viðrað hefur mjög vel til vorverka síðustu daga og vikur og lofar framhaldið góðu. Bænum er sem fyrr skipt upp í 15 hverfi og eru hverfin skiltuð upp degi fyrir sópun með tilkynningu um fyrirhugaða sópun. Samhliða eru umferðareyjur bæjarins þvegnar.

Sópun á götum, stéttum og göngustígum í Hafnarfirði hófst fyrir nokkru síðan en markviss og reglubundin sópun í Hafnarfirði er nú hafin. Miðbær Hafnarfjarðar hefur verið sópaður og verður sópaður sérstaklega vel um helgina og strax eftir helgi tekur við markviss og skipulögð sópun innan hverfa. Í fyrra fór sópun af stað um svipað leyti en viðrað hefur mjög vel til vorverka síðustu daga og vikur og lofar framhaldið góðu. Bænum er sem fyrr skipt upp í 14 hverfi og eru hverfin skiltuð upp degi fyrir sópun með tilkynningu um fyrirhugaða sópun. Samhliða eru umferðareyjur bæjarins þvegnar.

Tökum virkan þátt og tryggjum góða sópun!

Við biðjum íbúa um að taka virkan þátt þannig að árangurinn verði sem bestur. Nauðsynlegt er að hafa götur auðar af bílum þann dag sem sópað er þannig að mögulegt sé að sópa kantanna á milli. Íbúar og starfsmenn fyrirtækja geta samhliða nýtt tækifærið og sópað í kring hjá sér. Þannig verður heildin miklu fallegra ásýndar.

Hverfaskipting sópunar

Starfað er eftir ákveðinni verkáætlun sem felur í sér sópun á öllum hverfum á tímabilinu 13. apríl – 4. maí. Sjá má áætlun á mynd hér fyrir neðan og geta íbúar miðað sópun á plönum sínum og í nærumhverfi við þessa áætlun. Verkáætlun er sett fram með fyrirvara um breytingar sem einna helst geta orðið vegna veðurs (frost) og seinkun hjá verktaka sem sér um sópunina. Stéttasóparabíll (lítill) fylgir götusóp (stórum) í hverfum. Stéttasóparabíll sér um að fara í öll útskot á götum þar sem götusóparabíll nær ekki auk þess að sjá um sópun á göngustígum. Þannig reynir stéttasópari að fylgja sama plani og götusópari en getur verið lengur að vinna. Hvert hverfi er skiltað deginum áður þar sem tilkynnt er um sópun degi síðar.

Verkáætlun á PDF formi – með því að smella á skjal er hægt að sjá betur mörk gatna og hverfa sem fylgja hverri sópun. 

Sopun-gatna-verkaaetlun-2021-vor1000px

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Við viljum gjarnan fá ábendingar um það sem betur má fara. Þú getur sett inn ábendingu og upplýsingar í ábendingakerfið okkar eða hringt í þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar í síma 585-5500 | netfang: hafnarfjordur@hafnarfjordur.is . Umhverfis og skipulagsþjónusta Hafnarfjarðarbæjar að Norðurhellu 2 hefur umsjón með hreinsun gatna og göngustíga.

Við fögnum öllum ábendingum! 

Ábendingagátt