Vorsópun heldur áfram eftir stutt hlé vegna veðurs

Fréttir

Sópun á aðalgötum í Hafnarfirði hófst um mánaðarmót og mun standa yfir til og með 5. maí. Sópun hefur seinkað um nokkra daga vegna snjókomu og frosts en nú er aftur brostið á með vorblíðu. Gangstéttir verða sópaðar á tímabilinu 1.apríl – 10. maí, eyjaþvottur mun fara fram dagana 7. – 13. apríl og sópun og þvottur bílastæða dagana 25. – 30. apríl. Vatnsþvottur á aðalgötum er ráðgerður í byrjun maí. Íbúar eru hvattir til virkrar þátttöku.

Sópun gatna hófst aftur í morgun eftir stutt hlé vegna veðurs

Sópun á aðalgötum í Hafnarfirði  hófst um mánaðarmót og mun standa yfir til og með 5. maí. Sópun hefur seinkað um nokkra daga vegna snjókomu og frosts en nú er aftur brostið á með vorblíðu.  Gangstéttir verða sópaðar á tímabilinu 1.apríl – 10. maí, eyjaþvottur mun fara fram dagana 7. – 13. apríl og sópun og þvottur bílastæða dagana 25. – 30. apríl. Vatnsþvottur á aðalgötum er ráðgerður í byrjun maí. Íbúar eru hvattir til virkrar þátttöku.

Bænum skipt upp í 14 hverfi

Bænum er sem fyrr skipt upp í 14 hverfi og eru hverfin skiltuð upp degi fyrir sópun með tilkynningu um fyrirhugaða sópun. Vorsópun hófst í miðbæ Hafnarfjarðar föstudaginn 1. apríl og lýkur með sópun gatna á Völlunum fimmtudaginn 5. maí.

Tökum virkan þátt og tryggjum góða sópun!

Við biðjum íbúa um að taka virkan þátt í vorsópun þannig að árangurinn verði sem bestur. Nauðsynlegt er að hafa götur auðar af bílum þann dag sem sópað er þannig að mögulegt sé að sópa kantanna á milli. Íbúar og starfsfólk fyrirtækja í Hafnarfirði geta samhliða nýtt tækifærið og sópað í kring hjá sér. Þannig verður heildin miklu fallegri ásýndar.

Hverfaskipting sópunar

Starfað er eftir ákveðinni verkáætlun sem felur í sér sópun á öllum hverfum á tímabilinu 1. apríl – 5. maí. Sjá má áætlun á mynd hér fyrir neðan og geta íbúar miðað sópun á plönum sínum og í nærumhverfi við þessa áætlun. Verkáætlun er sett fram með fyrirvara um breytingar sem einna helst geta orðið vegna veðurs (frost) og seinkun hjá verktaka sem sér um sópunina.

Uppfærð verkáætlun á PDF formi

Sendu okkur ábendingu um það sem betur má fara

Við fögnum öllum ábendingum! Er eitthvað sem þér finnst þurfa að lagfæra í umhverfinu, þjónustu bæjarins eða vilt benda okkur á? Við fögnum öllum ábendingum, stórum sem smáum. 

Sendu okkur ábendingu í gengum ábendingagátt bæjarins.

Ábendingagátt