Yfir 200 ungir dorgveiðimenn

Fréttir

Yfir 200 dorgveiðimenn á aldrinum 6-12 ára mættu á Flensborgarbryggju í Hafnarfirði í dag, munduðu veiðarfærin og kepptust við að veiða sem flesta og furðulegasta fiska. Mohammad El Said sjö ára fékk verðlaun fyrir að fanga stærsta fiskinn en hann veiddi þyrskling sem vó hátt í 600 gr.

Yfir 200 dorgveiðimenn
á aldrinum 6-12 ára mættu á Flensborgarbryggju í Hafnarfirði í dag, munduðu
veiðarfærin og kepptust við að veiða sem flesta og furðulegasta fiska. Mohammad
El Said sjö ára fékk verðlaun fyrir að fanga stærsta fiskinn en hann veiddi
þyrskling sem vó hátt í 600 gr.

Færi og furðulegir
fiskar

Árlega standa leikjanámskeiðin í Hafnarfirði fyrir
dorgveiðikeppni við Flensborgarbryggju sem opin er öllum börnum á aldrinum sex
til tólf ára. Í yfir 25 ár hefur Hafnarfjarðarbær staðið fyrir þessari
dorgveiðikeppni og taka oft um 300 börn þátt þegar veður er gott. Börnin voru
heldur færri í ár eða um 200 talsins en gleðin alltaf jafn mikil. Keppendur fá
veiðarfæri á keppnisstað, beitu og leiðbeiningar frá starfsmönnum. Verðlaun
voru veitt fyrir stærsta fiskinn sem að þessu sinni var þyrsklingur sem vó hátt
í 600 gr. Það var Mohammad El Said sjö ára frá leikjanámskeiði Selsins í
Öldutúnsskóla sem fékk verðlaun fyrir stærsta fiskinn. Leikjanámskeið hans í
Öldutúnsskóla var líka verðlaunað með bikar fyrir að veiða flestu fiskana. Leiðbeinendur
íþrótta- og leikjanámskeiðanna voru með öfluga gæslu á meðan á dorgveiðikeppni
stóð auk þess sem Siglingaklúbburinn Þytur var með björgunarbát siglandi um
svæðið.

Ábendingagátt