Yfir 5400 börn njóta góðs af íþróttastyrk: Fyrri úthlutun

Fréttir

Börnunum sem njóta góðs af íþróttastyrk Rio Tinto og Hafnarfjarðarbæjar. Þeim hefur fjölgað um rúmlega 540 milli ára og eru nú ríflega 5400. Fyrri úthlutunin af tveimur fór fram í gær. Þrettán félög fengu samtals 13,2 milljónir króna við styrkveitinguna.

Börnunum sem njóta góðs af íþróttastyrk Rio Tinto og Hafnarfjarðarbæjar hefur fjölgað um rúmlega 540 milli ára og eru nú ríflega 5400. Fyrri úthlutunin af tveimur fór fram í gær. Þrettán félög fengu samtals 13,2 milljónir króna við styrkveitinguna. Álit flestra er að börnin séu að skila sér inn í íþróttafélögin eftir Covid-faraldurinn.

Hvernig skiptist upphæðin?
  • Fimleikafélag Hafnarfjarðar kr. 4.810.851.
  • Knattspyrnufélagið Haukar kr. 3.595.350.
  • Fimleikafélagið Björk kr. 1.456.653.
  • Sundfélag Hafnarfjarðar kr. 1.006.016.
  • Brettafélag Hafnarfjarðar kr. 777.044.
  • Badmintonfélag Hafnarfjarðar kr. 455.508.
  • Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar kr. 399.483.
  • Golfklúbburinn Keilir kr. 309.356.
  • Hestamannafélagið Sörli kr. 199.742.
  • Hnefaleikafélag Hafnarfjarðar kr. 104.743.
  • Blakfélag Hafnarfjarðar kr. 41.410.
  • Bogfimifélagið Hrói Höttur kr. 26.795.
  • Íþróttafélagið Fjörður kr. 17.051.
  • Samtals kr. 13.200.000.

Afhending íþróttastyrkjanna er fyrir yngri en 18 ára iðkendur aðildarfélaga Íþróttabandalags Hafnarfjarðar (ÍBH). Styrkveitingin fór fram í gær, fimmtudaginn 27. júní 2024, með athöfn í Álverinu í Straumsvík.

Samningur er í gildi fyrir árin 2022-2024 á milli Íþróttabandalagsins í Hafnarfirði, Rio Tinto og Hafnarfjarðarbæjar. Rio Tinto og Hafnarfjarðarbær greiða hvort um sig 12 milljónir króna í ár. Úthlutanir styrkja eru nú í júní annars vegar og hins vegar í desember út frá umsóknum félaga og reglum samningsins. Alls voru 55% afhent nú vegna iðkendafjölda sem æfir reglulega í félögunum, það er að minnsta kosti 2 sinnum í viku og fjóra mánuði yfir árið.

Árið 2023 var sótt um stuðning vegna 4.873 barna og árið 2024 var sótt um stuðning fyrir 5.419 börn, fjölgar þeim um 546 börn milli ára. Óskað var eftir umsóknum frá aðildarfélögum ÍBH og sóttu 13 félög um stuðning úr sjóðnum.

Við óskum þeim velfarnaðar og að styrkirnir verði þeim innspýting til góðs árangurs og gleði.

Ábendingagátt