Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Ævintýraheimur sjávarins tók á móti Hugrúnu Margréti frá Bókasafni Hafnarfjarðar, þegar hún mætti til Hafró. Tilgangurinn var að fylla einn þriggja þemakassa safnsins af furðuverum sjávar. Um sex hundruð leikskólabörn í Hafnarfirði munu gægjast í þemakassana áður en þessi skólavetur er að baki. Einnig kíkja grunnskólanemendur í heimsókn.
Krossfiskar, kvarnir og kúfskel fylgdu Hugrúnu Margréti, deildarstjóra barna- og ungmennadeildar Bókasafns Hafnarfjarðar, heim á bókasafnið eftir heimsókn í Hafró. Fjársjóðnum var safnað af starfsfólki Hafrannsóknarstofnunar og þurrkaður í leiðöngrum þeirra um landhelgina. Munirnir verða í einum þriggja þemakassa bókasafnsins.
600 börn sjá þemakassana
„Já, börnin elska kassana, þar sem fræði og skáldskap er blandað saman,“ segir Hugrún en yfir sex hundruð leikskólabörn eru skráð til leiks að skoða þemakassana þrjá þennan skólavetur og hafa um 300 þegar séð ofan í kassa frá því í september. Þeir hafa slegið í gegn.
Einn er um skordýr, annar um líf á landi og þessi, sem nú verður enn veglegri, um sjávarlíf. Munir frá Náttúrufræðistofnun Kópavogs prýða hina kassana tvo.
„Það er mikils virði að fá nú þessar gjafir frá Hafró,“ segir Hugrún. Meðal nýju hlutanna í kassanum er stór skel, drottningasnigill, sem amma Jónasar Páls Jónassonar sviðstjóra hjá Hafró hafði með sér — líklegast frá Bahamas í Kyrrahafi. Skelin ómar hún þegar lögð er að eyra. Jónas segir frá því að áður en hún endaði hjá Hafró hafi hún prýtt blómabeð ömmu hans. Aðrir munir, eins og marflækjan, komu úr leiðöngrum starfsfólks Hafró.
Dóra, Hugrún, Jónas og Steinunn með með marflækjuna í heimsókn Hugrúnar til Hafró.
Nú leiða starfsmenn Hugrúnu um gullfallegt Hafró húsið á hafnarbakka hjarta Hafnarfjarðarbæjar og draga fram fígúrur hafsins úr hillum. „Við söfnum ekki sjávardýrum kerfisbundið heldur eru þetta hlutir sem einhverjir hafa tekið með sér úr leiðöngrum,“ segir Jónas. „Já, við megum missa nokkra hluti því við fáum nýja á næstu árum.“ Starfsmenn spyrja hvað Hugrún vilji í kassann.
„Krossfisk,“ svarar hún um hæl og biður um ráðleggingar um sniðuga muni. Krossfiskar, nornakrabbar, þyrnikórallar, gimburskel og áttstrendingur eru meðal muna í hillum Hafró. Þemakassinn um sjávarlíf bólgnar nú út.
Hugrún Margrét með geitungabú úr þemakassanum um skordýr. Þessi þemakassi hefur verið sá vinsælasti hingað til en fær nú harða samkeppni frá sjávarlífinu.
Þemakassar hafa vakið mikla athygli í vetur. Vinsælastur hingað til er skordýrakassinn. Þar sjá börnin geitungabú, sýni af bjöllum og flugum sem hafa flakkað til Íslands með matvælum. Við það að skoða kassann velta börnin til að mynda alls konar lífi á jörðinni fyrir sér með eða án skordýra fyrir sér. Í öllum þemakössunum eru svo bækur, bæði fræðibækur og skáldsögur, sem endurspegla viðfangsefni þeirra.
„Þetta er rosalega skemmtilegt verkefni. Það gefur ómetanlega tengingu við krakkana og kennarar á þeirra heimavelli. Það er ótrúlega dýrmætt að hitta krakkana og heyra hvað þau vita,“ segir Hugrún um þemakassa Bókasafns Hafnarfjarðar.
Hægt er að bóka Hugrúnu með kassana í heimsókn á leikskóla bæjarins.
„Þetta hefur verið draumur hjá mér síðan ég var krakki,“ segir Knútur Hreiðarsson matreiðslumaður sem hefur ásamt eigendum Sydhavn blásið…
Yfir fimmtíu þúsund hafa nú stigið inn á Thorsplan og notið Jólaþorpsins með okkur. Nú hefst sjötta og síðasta helgi…
Félagsskapur Karla í skúrum hefur vaxið og dafnað allt frá því hann var stofnaður 2018 – fyrst hér í Hafnarfirði.…
Stór dagur var hjá Miðstöð vinnu og virkni í gær. Þórdís Rúriksdóttir, forstöðumaður Miðstöðvarinnar, segir að þótt dagurinn hafi verið…
Sundlaugamenning Íslands hefur verið formlega skráð sem óáþreifanlegur menningararfur mannkyns hjá UNESCO.
Fimmta Jólaþorpshelgin verður hlaðin kræsingum og gleði. Fjöldi skemmtiatriða og svo margt sem má upplifa í firðinum okkar fagra.
Tvöföld Reykjanesbraut milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns opnaði formlega síðdegis í gær. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar fagnaði því í Haukaheimilinu um leið og…
Tólf starfsmenn hlutu 25 ára starfsaldursviðurkenningu í gærdag. Samanlagður starfsaldur þessa flotta hóps er 300 ár. Aðeins konur prýddu fagran…
„Til hamingju með 25 ára afmælið,“ sagði Valdimar Víðisson bæjarstjóri þegar hann flutti ávarp á fræðsludegi og afmælisfögnuðu PMTO hugmyndafræðinnar…
All verk ehf. byggir búsetuskjarna með sólarhringsþjónustu við Smyrlahraun 41A. Húsnæðið verður tilbúið um mitt ár 2027.