Tilkynning til barnaverndar um starfsmann

Tilkynning þegar ástæða er til að ætla að atferli manns, sem starfa sinna vegna hefur samskipti við börn, sé stórlega ábótavant, sbr. 35. gr. barnaverndarlaga.

Hverjum þeim sem hefur ástæðu til að ætla að atferli manns, sem starfa sinna vegna hefur samskipti við börn, sé stórlega ábótavant er skylt að tilkynna það til barnaverndarnefndar. Samkvæmt íslenskum barnaverndarlögum teljast einstaklingar yngri en 18 ára vera börn.

Sá sem tilkynnir til barnaverndarnefndar verður að segja til nafns en ef óskað er nafnleyndar veit aðeins það starfsfólk sem kannar málið nafn tilkynnanda. Tilkynnandi þarf að gera grein fyrir nafni, netfangi og símanúmeri til þess að hægt sé að hafa samband til að fá nánari upplýsingar.

Ef málið þolir ekki bið er tilkynnanda vinsamlegast bent á að hafa samband símleiðis við 112.

Tilkynning til barnaverndar um starfsmann

Tilkynnandi

Er óskað nafnleyndar?

Starfsmaður sem tilkynnt er um

Er barn í bráðri hættu?