17 verkefni fengu menningarstyrk

Fréttir

Styrkir menningar- og ferðamálanefndar Hafnarfjarðarbæjar til verkefna og viðburða voru afhentir við hátíðlega athöfn í Hafnarborg síðasta vetrardag samhliða útnefningu bæjarlistamanns og hlutu 17 verkefni styrk að þessu sinni.

Aðilar og verkefni sem auðga og dýpka listalíf bæjarins

Styrkir menningar- og ferðamálanefndar Hafnarfjarðarbæjar til verkefna og viðburða voru afhentir við hátíðlega athöfn í Hafnarborg síðasta vetrardag samhliða útnefningu bæjarlistamanns og hlutu 17 verkefni styrk að þessu sinni.

Menningarstyrkir eru afhentir tvisvar sinnum á ári til aðila og verkefna sem líkleg eru til að auðga og dýpka enn frekar listalíf bæjarins. Úthlutun styrkja Hafnarfjarðarbæjar byggir á mati á umsóknum. Menningarviðburðir, listamenn, félagasamtök eða stofnanir sem sækja um styrk verða að tengjast Hafnarfirði með einhverjum hætti. Hér telur t.a.m. föst búseta, að viðburður/verkefni fari fram í Hafnarfirði og/eða að verkefni feli í sér kynningu á menningarstarfsemi Hafnarfjarðar.

Styrkþegar í fyrri úthlutun menningarstyrkja 2023

  • Pláneta ehf. Skynjunarleikstund. 200.000.- kr
  • Elvar Gunnarsson. Sýningarviðburðir – Litla Gallerý. 800.000.- kr
  • Hanna Björk Guðjónsdóttir. Aggi og Mæðgurnar stíga á svið. 200.000.- kr
  • Rakel Björk Björnsdóttir. ÞAU – útgáfutónleikar í Bæjarbíó. 320.000.- kr
  • Sirkus Ananas, félagasamtök. Sumar sirkus. 200.000.- kr
  • Andrés Þór Gunnlaugsson Síðdegistónar í Hafnarborg 2023-2024. 600.000.- kr
  • Jasper Matthew Bunch. Appolló listahátíð. 750.000.- kr
  • Kirstín Erna Blöndal. Tónlistarsköpun á hjúkrunarheimilum. 200.000.- kr
  • Foreldrafélag Hvaleyrarskóla. Hátíð á Holtinu. 100.000.- kr
  • Trausti Dagsson. Svörður. 100.000.- kr
  • Björn Thoroddsen. Garðveisla Bjössa Thor. 200.000.- kr
  • Edda Lilja Guðmundsdóttir. Garnival. 100.000.- kr
  • Helena Björk Jónasdóttir. Balletstyrkur. 100.000.- kr
  • Ólafur Guðlaugsson. Hjarta Hafnarfjarðar – OFF VENUE. 300.000.- kr
  • Jessica Anne Chambers Prinsessur. Easter Egg Hunt. 100.000.- kr
  • Þórður H Hilmarsson. Samtónleikar karlakórsins Þrestir og Karlakórsins Svanir í Hafnarfirði. 75.000.- kr
  • Lúðrasveit Hafnarfjarðar. Tónleikar Lúðrasveitar Hafnarfjarðar veturinn 2022-2023. 200.000.- kr

Ekkert verkefni hlaut samstarfssamning til tveggja eða þriggja ára að þessu sinni en í gildi eru sex samstarfssamningar vegna verkefnanna Guitarama – Gítarveisla Bjössa Thor, HEIMA tónlistarhátíð, Hjarta Hafnarfjarðar, Sveinssafn – stefnumót listar og náttúru, Sönghátíð í Hafnarborg og Víkíngahátíð á Víðistaðatúni.

Hamingjuóskir til styrkþega

Hafnarfjarðarbær óskar styrkhöfum öllum innilega til hamingju! Auglýst verður eftir umsóknum fyrir síðari úthlutun ársins 2023 í ágúst. Vakin er sérstök athygli á því að opið er fyrir umsóknir til 23. apríl um örstyrki til verkefna á Björtum dögum sem fara fram í júní og fagna 20 ára afmæli í ár.

Ábendingagátt