Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Er stíflað eða vatnslaust? Hafðu samband hvenær sem er sólarhrings.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.
Óskað er eftir hugmyndum að dagskrá Bjartra daga sem fagna 20 ára afmæli í ár. Hátíðin í ár hefst á sínum upprunalega tíma 1. júní en ekki síðasta vetrardag eins og undanfarin ár. Til þess að styðja við frumvæðisverkefni verður hluta af fjármagni Bjartra daga úthlutað til ýmissa verkefna sem fara fram á Björtum dögum.
Óskað er eftir hugmyndum að dagskrá Bjartra daga sem fagna 20 ára afmæli í ár. Hátíðin í ár hefst á sínum upprunalega tíma 1. júní en ekki síðasta vetrardag eins og undanfarin ár.
Bjartir dagar er menningarhátíð sem endurspeglar allt það fjölbreytta menningarstarf sem á sér stað í Hafnarfirði sem stofnanir, félagasamtök, fyrirtæki og einstaklingar standa að. Á Björtum dögum taka því fjölmargir þátt í að skapa viðburði um allan bæ. Það getur verið eitthvað sem stendur til nú þegar eða eitthvað alveg nýtt, eitthvað risastórt eða minna í sniðum, eitthvað fyrir börn eða eitthvað fyrir fullorðna en allavega eitthvað áhugavert sem hvetur bæjarbúa til virkrar þátttöku og góðrar samveru.
Til þess að styðja við frumvæðisverkefni verður hluta af fjármagni Bjartra daga, allt að einni milljón, úthlutað til ýmissa verkefna sem fara fram á Björtum dögum. Stofnanir, félagasamtök, fyrirtæki og einstaklingar geta sótt um um fjármagn til verkefna sem fara fram í júní. Beiðni um fjárframlag skal senda verkefnastjóra Bjartra daga á menning@hafnarfjordur.is fyrir 20. apríl og úthlutun verður lokið fyrir 1. maí. Við úthlutun verður tekið mið af reglum menningar- og ferðamálanefndar Hafnarfjarðar um styrki til menningarstarfsemi.
Hafnarfjarðarbær heldur utan um almenna skipulagningu og samhæfingu viðburða, stendur að útgáfu dagskrár og kynnir hátíðina. Nú er um að gera að leggja höfuðið í bleyti og koma með hugmyndir að dagskrá og senda upplýsingar á menning@hafnarfjordur.is.
Lokafrestur til að senda inn dagskráratriði er 7. maí.
Stuttmyndin “Kílómetrar” er hópi þeirra stuttmynda sem tilnefndar eru til Edduverðlaunanna 2023. Óli Gunnar og Vilberg Andri voru hluti af…
Stóra upplestrarkeppnin í Hafnarfirði 2022-2023 verður haldin í Víðistaðakirkju þriðjudaginn 21. mars kl. 17. Á hátíðinni munu nemendur í 7.…
Úthlutun lóða í fyrsta áfanga uppbyggingar í Áslandi 4 átti sér stað í árslok 2022 og ársbyrjun 2023. 61 einbýlishúsalóð…
Skemmtiferðin er framtak sem Snorri Már Snorrason hefur staðið fyrir frá árinu 2012. Framtakinu er ætlað að vekja athygli á…
Veistu svarið spurningakeppni félagsmiðstöðva í Hafnarfirði fór af stað með miklum krafti í byrjun febrúar. Úrslitakeppnin fór svo fram í…
Hafnarfjarðarbær hefur um árabil tekið þátt í árlegri þjónustukönnun Gallup. Í könnun er spurt um viðhorf til þjónustu stærstu sveitarfélaga…
Heimili og skóli fara af stað með verkefni sem snýr að endurreisn foreldrastarfs í kjölfar heimsfaraldurs og eflingu svæðissamtaka foreldra…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna aðgerða á gluggum húsa við umferðarþungar götur. Styrkir eru veittir til endurbóta á…
Laust er til umsóknar starf sviðsstjóra fjármálasviðs Hafnarfjarðarbæjar. Leitað er að öflugum leiðtoga til að stýra fjármálasviði Hafnarfjarðarbæjar og leiða…
Nemendur í Lækjarskóla voru meðal þeirra sem tóku virkan þátt í grunnskólakeppni Lífshlaupsins 2023. 100% þátttaka var meðal nemenda í…