Umsóknarfrestur um örstyrki

Bjartir dagar í byrjun júní

Fréttir

Óskað er eftir hugmyndum að dagskrá Bjartra daga sem fagna 20 ára afmæli í ár. Hátíðin í ár hefst á sínum upprunalega tíma 1. júní en ekki síðasta vetrardag eins og undanfarin ár. Til þess að styðja við frumvæðisverkefni verður hluta af fjármagni Bjartra daga úthlutað til ýmissa verkefna sem fara fram á Björtum dögum.

 

Óskað er eftir hugmyndum að dagskrá Bjartra daga sem fagna 20 ára afmæli í ár. Hátíðin í ár hefst á sínum upprunalega tíma 1. júní en ekki síðasta vetrardag eins og undanfarin ár.

Bjartir dagar er menningarhátíð sem endurspeglar allt það fjölbreytta menningarstarf sem á sér stað í Hafnarfirði sem stofnanir, félagasamtök, fyrirtæki og einstaklingar standa að. Á Björtum dögum taka því fjölmargir þátt í að skapa viðburði um allan bæ. Það getur verið eitthvað sem stendur til nú þegar eða eitthvað alveg nýtt, eitthvað risastórt eða minna í sniðum, eitthvað fyrir börn eða eitthvað fyrir fullorðna en allavega eitthvað áhugavert sem hvetur bæjarbúa til virkrar þátttöku og góðrar samveru.

 

Örstyrkir

Til þess að styðja við frumkvæðisverkefni verður hluta af fjármagni Bjartra daga, allt að einni milljón, úthlutað til ýmissa verkefna sem fara fram á Björtum dögum. Stofnanir, félagasamtök, fyrirtæki og einstaklingar geta sótt um um fjármagn til verkefna sem fara fram í júní. Beiðni um fjárframlag skal senda verkefnastjóra Bjartra daga á menning@hafnarfjordur.is fyrir 23. apríl og úthlutun verður lokið fyrir 1. maí. Við úthlutun verður tekið mið af reglum menningar- og ferðamálanefndar Hafnarfjarðar um styrki til menningarstarfsemi.

 

Viltu skrá viðburð til þátttöku?

Hafnarfjarðarbær heldur utan um almenna skipulagningu og samhæfingu viðburða, stendur að útgáfu dagskrár og kynnir hátíðina. Nú er um að gera að leggja höfuðið í bleyti og koma með hugmyndir að dagskrá og senda upplýsingar á menning@hafnarfjordur.is.

Lokafrestur til að senda inn dagskráratriði er 7. maí.

Ábendingagátt