Kjörskrá og kjörstaðir í Hafnarfirði

Fréttir

Kjörfundur í Hafnarfirði vegna forsetakosninganna 1. júní 2024 hefst kl. 9 og lýkur kl. 22. Kjörstaðir í Hafnarfirði eru Lækjarskóli, Sólvangsvegi 4 og Ásvellir, íþróttamiðstöð. Kjörskrá í Hafnarfirði liggur frammi í þjónustuveri í Ráðhúsi Hafnarfjarðar Strandgötu 6, frá kl. 8-16 alla virka daga nema föstudaga frá kl. 8-14  frá 10. maí 2024.

Hvar kýst þú?

Kjörfundur í Hafnarfirði vegna forsetakosninganna 1. júní 2024 hefst kl. 9 og lýkur kl. 22. Kjörstaðir í Hafnarfirði eru Lækjarskóli, Sólvangsvegi 4 og Ásvellir, íþróttamiðstöð.

Smelltu hér til að finna þína kjördeild

Hjá Þjóðskrá geta kjósendur kannað hvar þeir eru á kjörskrá í forsetakosningunum 1. júní 2024. Þegar slegin er inn kennitala kemur upp nafn, lögheimili og sveitarfélag. Yfirleitt birtast einnig upplýsingar um kjörstað og kjördeild. Viðmiðunardagur kjörskrár er 24. apríl. Flutningur lögheimilis eftir uppgefinn tíma breytir ekki skráningu á kjörskrá. Kjósendum ber að framvísa persónuskilríki á kjörstað. Kjósendum er einnig bent á kosningavefinn www.kosning.is

Kjósa utan kjörfundar

Ef kjósendur geta ekki kosið á kjördag er hægt að kjósa utan kjörfundar. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hefst eigi síðar en 2. maí. Hægt er að kjósa fyrir kjördag m.a. hjá sýslumönnum og erlendis. Kjósendur á Íslandi geta kosið hjá sýslumönnum. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur sett upp kjörstað í Holtagörðum. Nánari upplýsingar

Yfirkjörstjórn Hafnarfjarðar

Yfirkjörstjórn Hafnarfjarðar skipa þau Þórdís Bjarnadóttir, Hildur Helga Gísladóttir og Helena Mjöll Jóhannsdóttir. Yfirkjörstjórn hefur aðsetur í Lækjarskóla á kjördag á meðan á kjörfundi stendur. Símanúmer á kjörstöðum er: 555 0585 í Lækjarskóla og 525 8700 á Ásvöllum.

Kjörskrá

Kjörskrá í Hafnarfirði vegna forsetakosninganna þann 1. júní 2024 liggur frammi til sýnis í Ráðhúsi Hafnarfjarðar, þjónustuveri, Strandgötu 6, frá kl. 8-16 alla virka daga nema föstudaga frá kl. 8-14  frá 10. maí 2024.  Á kjörskrá í Hafnarfirði eru 21.673.

Ábendingagátt