Ársreikningur 2023 samþykktur í bæjarstjórn

Fréttir

Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2023 var samþykktur í bæjarstjórn Hafnarfjarðar miðvikudaginn 8. maí. Helstu niðurstöður eru þær að afgangur af rekstri A hluta nam 251 milljón króna sem er nánast sami afgangur og árið á undan. Rekstrarafgangur fyrir A og B hluta nam 808 milljónum króna á árinu 2023 og var afkoma fyrir fjármagnsliði 3.649 milljónir króna. Fjárfestingar á árinu 2023 námu rúmlega 7,1 milljarði króna sem er 74% aukning milli ára.

74% aukning í fjárfestingum milli ára

Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2023 var samþykktur í bæjarstjórn Hafnarfjarðar miðvikudaginn 8. maí. Helstu niðurstöður eru þær að afgangur af rekstri A hluta nam 251 milljón króna sem er nánast sami afgangur og árið á undan. Rekstrarafgangur fyrir A og B hluta nam 808 milljónum króna á árinu 2023 og var afkoma fyrir fjármagnsliði 3.649 milljónir króna. Fjárfestingar á árinu 2023 námu rúmlega 7,1 milljarði króna sem er 74% aukning milli ára.

Skuldaviðmið lækkar niður í 82%

Skuldaviðmið Hafnarfjarðarbæjar hélt áfram að lækka á árinu 2023 úr 85% niður í 82% og er það því verulega undir 150% skuldaviðmiði samkvæmt reglugerð um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga. Veltufé frá rekstri A og B hluta nam 2.635 milljónum króna og var 904 milljónum yfir áætlun. Veltufé frá rekstri svaraði til 5,6% af heildartekjum á síðasta ári.

Rekstrartekjur námu 47,3 milljörðum króna á árinu 2023 og jukust um 5,4 milljarða á milli ára. Rekstrargjöld voru 42,0 milljarðar króna og jukust um 5,4 milljarða.

Heildareignir Hafnarjarðarbæjar voru alls 93,9 milljarðar króna um síðustu áramót og jukust um 9,3 milljarða á milli ára. Eigið fé nam 32,8 milljörðum króna í árslok og hækkaði um 4,6 milljarða króna á árinu. Eiginfjárhlutfall hækkaði úr 33,3% í 34,9% yfir árið 2023.

„Ársreikningur síðasta ár einkennist af traustum rekstri og öflugri uppbyggingu innviða. Skuldaviðmið lækkar enn eitt árið og fjárhagsstaða Hafnarjarðabæjar heldur áfram að styrkjast. Á sama tíma hefur hlutfall útsvars og fasteignaskatta af heildartekjum lækkað og álögum á íbúa þannig haldið niðri,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri. ,,Einnig er ánægjulegt að sjá veltufé frá rekstri aukast milli ára en það styrkir getur sveitarfélagsins til að standa undir framkvæmdum og skuldbindingum sínum.“  “

Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar 2023

Mjög gott rekstrarár að baki | Hafnarfjörður (hafnarfjordur.is) – tilkynning þegar ársreikningur var lagður fyrir bæjarráð í apríl 2024

Ábendingagátt