Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Risatjald með snjóstormi, Páll Óskar, VÆB og lótustjald með tónheilun bíður gesta barnahátíðarinnar Kátt sem haldin verður á Víðistaðatúni 27. júlí. Dagskráin er þétt og viðburðir hafa aldrei verið fleiri.
Jóna Elísabet Ottesen og Valdís Helga Þorgeirsdóttir eru upphafsmenn barnahátíðarinnar og halda utan um alla tauma með traustu teymi. Þetta er í fimmta sinn sem hún er haldin, en nú í fyrsta sinn í Hafnarfirði — fimm árum frá þeirri síðustu. Ástæðan sú að Jóna lenti í alvarlegu bílslysi og er nú bundin hjólastól. Hún segir tilfinninguna að vera komin aftur af stað með hátíðina algjörlega frábæra.
„Já, þetta er geggjað myndi ég segja,“ segir hún og hlær létt. „Þetta er ástríðuverkefni sem var á miklu flugi rétt fyrir slys,“ segir hún og er nú aftur komin á flug.
Ýmsar smiðjur og stórir skemmtikraftar prýða hátíðina. Auk Páls Óskars og VÆB má nefna að Lalli töframaður verður á stóra sviðinu. Troðið verður á því litla og allskonar smiðjur verða í boði fyrir börnin. Valdís telur upp það helsta í boði.
„Til dæmis DJ-smiðja, ritlistasmiðja með Bergrúnu Írisi, taktur og texti með Hrafnkeli úr Agent Fresco og Steinunni úr AmabAdama. Listinn er langur,“ segir hún. „Já, undirbúningur gengur vel. Það styttist í þetta, nóg að gera síðustu dagana fyrir hátíðina,“ segir Valdís.
Jóna segir gríðarmikla vinnu, skipulag og stress fylgja undirbúningnum. Það hafi hún verið meðvituð um. „Nú erum við að hnýta alla enda saman. Það er komið að þessum tíma sem hefur verið mest stressandi á fyrri árum. Ég var ekki viss hvort ég gæti farið inn í verkefnið aftur vitandi um alla boltana sem þarf að joggla. En þetta hefur gengið svo vel,“ segir hún.
„Við erum með frábærar stelpur í teyminu, eina algjöra jarðýtu, það er meiriháttar að sjá hátíðina verða að veruleika loksins. Ég held að þetta hafi aldrei verið eins flott hátíð. Það er allt að smella sem við dreymdum um og mikil spenna.“
Valdís segir þúsundir gesta hafa sótt viðburðinn í gegnum árið. Fyrsta árið 1500 og svo um 3000 hvert hinna áranna. „Við búumst við jafnmörgum í ár og vonum að veðurguðirnir verði með okkur í liði. En ef rignir vonum við að fólk fari í pollagallana og mæti, því þetta verður svo gaman og fólk svo ánægt með framtakið,“ segir Valdís.
Hátíðin var áður á Klambratúni en Víðistaðatúni nú. „Þetta er hjá okkur öllum ástríðuverkefni, unnið í krafti styrkja og sjálfboðaliða.“
Valdís segir Víðistaðatún henta vel. „Við fengum svo góðar viðtökur frá Hafnarjafarðabæ. Tekið vel á móti okkur. Þetta er skemmtilegt og flott tún sem hentar hátíðinni vel.“ Jóna tekur undir.
„Þetta tún smellpassar verkefninu; að geta verið með þessa fallegu náttúru í kring. Það helsta nýja er að við leggjum nú áherslu á aðgengismál fyrir hjólastóla og göngugrindur. Það er auðvelt á Víðistaðatúni.“
Hátíðin stendur milli klukkan 11-16 og hentar allt frá ungabörnum í 13 ára aldur. „Það er frítt inn á sviðið fyrir 0-3 ára. Við verðum með skiptitjald fyrir yngsta hópinn,“ segir Valdís og að miðana megi finna ámiðix.is.
„Við stillum miðaveðri í hóf. Hægt er að kaupa fjölskyldupakka og fá betra tilboð. Svæðið er girt af til að tryggja öryggi barna. Fullorðnir eru velkomnir með börnunum,“ segir Valdís og brosir enda markmið hátíðarinnar að fjölskyldan geti skemmt
Soffía M. Gísladóttir, eigandi Prjónahornsins, er hjúkrunarfræðingur sem lét drauminn um að opna verslun rætast.
Verk listamannanna Arngunnar Ýrar og Péturs Thomsen varpa ljósi á rask í náttúrunni. Þau eiga hvort sína sýninguna í Hafnarborg…
Byggðasafn Hafnarfjarðar bregður sér í jólabúninginn og býður öllum fjölskyldum að taka þátt í fjölbreyttri dagskrá safnsins yfir hátíðarnar. Nú…
Hátíð Hamarskotslækjar verður haldin í tíunda sinn í Hafnarborg 14. desember kl. 15. Frábær skemmtun, fyrirlestur og kvikmyndasýning.
Helstu afsláttardagar fyrir þessi jól eru frá og nú streyma pakkar og pinklar í hús. Já, það er gaman að…
Fjölskyldur geta notið helgarinnar saman í Jólaþorpinu. Margt má bralla, eins og Vala Steinsdóttir formaður Foreldraráðs Hafnarfjarðar bendir á.
Nú skína jólaljósin skært. Jólabærinn Hafnarfjörður hvetur Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar til þess að senda ábendingu um þau hús, þær…
Annasamir tímar eru framundan hjá Gaflarakórnum, enda aðventan gengin í garð. Kórinn söng á dögunum fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar. Það var…
Mikil hálka er á götum, göngustígum og bílaplönum út um allan bæ. Dagurinn var tekinn mjög snemma hjá þjónustumiðstöð Hafnarfjarðarbæjar…
Forseti lýðveldisins heimsótti Hraunvallaskóla nú í morgunsárið og sat í pallborði og svaraði spurningum nemendanna. Þau hafa tekið hvatningu forsetans…