Viltu vera með lið í kappróðri á Sjómannadaginn?

Fréttir

Heilsubærinn Hafnarfjörður auglýsir eftir liðum sem vilja taka þátt í kappróðri á höfninni á Sjómannadaginn sunnudaginn 2. júní.  Vinnustaðir, vinahópar, nágrannar, íþróttahópar og öll áhugasöm eru hvött til þess taka sig saman og taka þátt í róðrinum. Hvert lið samanstendur af sex liðsmönnum og einum skipstjóra. Skráning liða í síðasta lagi 30. maí – æfingar geta hafist nú þegar.

Opið fyrir skráningu og æfingar í höfninni

Heilsubærinn Hafnarfjörður auglýsir eftir liðum sem vilja taka þátt í kappróðri á höfninni á sjálfan Sjómannadaginn. Sjómannadagurinn verður, líkt og um allt land, haldinn hátíðlegur í Hafnarfirði sunnudaginn 2. júní. Hefð hefur verið fyrir því í rúm 70 ár að vera með kappróður þennan dag og eru vinnustaðir, vinahópar, nágrannar, íþróttahópar og öll áhugasöm hvött til þess taka sig saman og taka þátt í róðrinum. Hvert lið samanstendur af sex liðsmönnum og einum skipstjóra.

Skráning liða fyrir 30. maí – opið fyrir æfingar núna  

Þegar mest var voru níu lið skráð til leiks – ánægjulegt væri að slá það met nú í ár. Áhugasöm eru beðin um að hafa samband við Sunnu Magnúsdóttur verkefnastjóra menningar og viðburða hjá Hafnarfjarðarbæ í gegnum netfangið: menning@hafnarfjordur.is. Róðrarbátarnir eru þegar aðgengilegir fyrir æfingar liðanna og eru allar nánari upplýsingar jafnframt veittar í gegnum þetta netfang.

Ró Ró Ró Ró – koma svo!

Metnaðarfull dagskrá fyrir Sjómannadaginn 2024 verður kynnt áður en langt um líður.

Ábendingagátt