Uppskera – ræktun grænmetis og ræktun tengsla  

Fréttir

Hefur þú áhuga á garðræktun? Langar þig að gera eitthvað öðruvísi og spennandi í sumar? Viltu taka þátt í verkefni sem felur í sér ræktun grænmetis samhliða ræktun tengsla við fjölbreyttan hóp fólks? Þá er verkefnið Uppskera (Growing roots) fyrir þig og jafnvel þína fjölskyldu.

Samstarf Hafnfirðinga og flóttafólks í Hafnarfirði

Hefur þú áhuga á garðræktun? Langar þig að gera eitthvað öðruvísi og spennandi í sumar? Viltu taka þátt í verkefni sem felur í sér ræktun grænmetis samhliða ræktun tengsla við fjölbreyttan hóp fólks? Þá er verkefnið Uppskera (Growing roots) fyrir þig og jafnvel þína fjölskyldu.

Ókunnugir verða kunnugir

Uppskera er samstarfsverkefni stoðdeildar flóttafólks hjá Hafnarfjarðarbæ og GETU – hjálparsamtaka þar sem hafnfirskar fjölskyldur eru paraðar við fjölskyldur á flótta sem búsettar eru í Hafnarfirði. Fjölskyldurnar fá úthlutað tveimur sérstökum ræktunarreitum, hlið við hlið, í fjölskyldugörðum Hafnarfjarðar sér að kostnaðarlausu. Með verkefninu fá einstaklingar og fjölskyldur tækifæri til að kynnast nýjum hópi fólks með fjölbreytta þekkingu og reynslu, geta skipst á ráðum og hjálpast að við að vökva garðana og ræktað þannig bæði grænmeti og tengsl milli ólíkra menningarheima. Með verkefninu er stuðlað enn frekar að inngildingu og jákvæðri fjölmenningu þar sem vináttubönd myndast og ókunnugir verða kunnugir.  Nánari upplýsingar um verkefnið má nálgast með tölvupósti í gegnum netfangið: carmenf@hafnarfjordur.is

Skráning í verkefni

Ábendingagátt