HEIMA 2025
HEIMA fer fram síðasta vetrardag eins og alltaf – 23. apríl í miðbæ Hafnarfjarðar. HEIMA-hátíðin hefur rækilega fest sig í…
Saman kveðjum við jólin og árið 2024 með dansi og söng á Thorsplani í hjarta Hafnarfjarðar! Þar sem jólin í Hafnarfirði hefjast ár hvert. Árni Beinteinn og Sylvía úr þáttunum Bestu lög barnanna munu stíga á stokk á sviðinu á Thorsplani, keyra stemninguna í gang, syngja vel valin lög og bjóða upp á brot af því besta. Ungt listafólk mun keyra upp stemninguna með þeim. Í ár fer hátíðin fram í Jólaþorpinu á Thorsplani og hefst veislan stundvíslega kl. 17. Hátíðinni lýkur um kl. 17:45 með glæsilegri flugeldasýningu á vegum Björgunarsveitar Hafnarfjarðar fyrir framan verslunarmiðstöðina Fjörð.
Sérstök athygli er vakin á því að flugeldasýning hefst kl. 17:45 og mun hún standa yfir í c.a. 5 mínútur. Hundaeigendur eru hvattir til að faðma hundana sína sérstaklega mikið þessa stuttu stund og jafnvel halda þeim heima á meðan á flugeldasýningunni stendur.
Hafnarfjarðarbær þakkar innilega fyrir jólagleðina, jólastemninguna og þátttökuna í hátíðarhöldum aðventunnar 2024. Jólaþorpið í Hafnarfirði toppaði sig enn eitt árið í aðsókn og jólagleði og jólabærinn Hafnarfjörður sjaldan verið fegurri. Takk fyrir ykkur!