Áhersla á gott viðhald á skólahúsnæði bæjarfélagsins

Fréttir

Ríflega 580 milljónir króna fóru í viðhald í grunnskólum Hafnarfjarðar í fyrra. Þetta kemur fram í ársskýrslu um viðhald skólanna fyrir árið 2023. Hafnarfjarðarbær leggur áherslu á að sinna viðhaldi skólahúsnæðis vel og grípa sem fyrst inn í og laga það sem aflaga fer.

Leikskólinn Hörðuvellir

Mikilvægt að halda skólahúsnæði vel við

Ríflega 580 milljónir króna fóru í viðhald á skólamannvirkjum í Hafnarfjarðar í fyrra. Þetta kemur fram í ársskýrslu um viðhald skólanna fyrir árið 2023. Ráðist var í rúmlega 520 viðhaldsverkefni í skólum bæjarins. Verkefnin voru af mismunandi stærðargráðum. Um 200 aðilar tengjast viðhaldi skóla og leikskóla á árinu.    

Vissir þú að? 

  • 458 milljónum var varið í viðhald skóla í Hafnarfirði á árinu 2023 
  • 77 milljónir fóru í að bæta loftræstingu í skólum bæjarins 
  • 7 milljónir fóru í að bæta hljóðvist í skólum 
  • 18 milljónum var varið í að bæta aðgengi fatlaðra í skólum bæjarins 
  • 21 milljón fór í viðhald á skólalóðum 

Áhersla á aðgengi fatlaðra 

Megináherslan hefur verið á verkefni tengd lekavandamálum og fyrirbyggjandi viðhaldsverkefnum. Enn fremur var á árinu 2023 lögð umtalsverð áhersla á að bæta aðgengi fatlaðra, bæta loftgæði og hljóðvist.   

Hafnarfjarðarbær hefur á undanförnum árum lagt áherslu á viðhald skólahúsnæðis með það fyrir augum að ef ekki er hugað að fyrirbyggjandi viðhaldi, sem og ráðast strax í viðgerðir á til dæmis lekum, verður kostnaður við einstakar framkvæmdir oft margfalt meiri en þörf er á.  

Áfram öflugt viðhald 

Umtalsverð áhersla er á viðhald skólabygginga á árinu 2024. Í skóla er áætlað að verja, í viðhaldsmál, um 30% af fjármagninu alls um 175,2 milljónum. Að auki er áætlað að verja um 335 milljónum króna í fjárfestingar í skóla og skólalóðir á árinu 2024.  

  • Það er sem sagt búist við að viðhaldskostnaður í ár, 2024, verði rúmar 175 milljónir króna í grunnskóla, tæpar 117 milljónir í leiksskóla, sama upphæð í sundlaugar og íþróttahús og nærri 88 milljónir í annað. 

Gróft mat á viðhaldi til skólamannvirkja næstu þrjú ár er talið vera um 1.100 milljónir króna. Þá er horft til stórra viðhaldsverka, svo sem  Setbergsskóla og LED-væðingu innandyra.   

Á hverju ári samþykkir bæjarstjórn fjárhagsáætlanir fyrir komandi ár og áætlun fyrir næstu þrjú ár þar á eftir. Í áætluninni er farið yfir helstu verkefni sveitarfélagsins á árinu og gert grein fyrir forsendum.

Finna má áætlanirnar hér.

 

Ábendingagátt