Áhersla lögð á svörun í síma, með netspjalli og tölvupósti

Fréttir

Notum rafrænar leiðir í samskiptum við sveitarfélagið þessa dagana og lágmörkum alla afhendingu gagna. Með þessu vill sveitarfélagið takmarka umferð á starfsstöðvar til að tryggja áfram mikilvæga þjónustu og öryggi allra hlutaðeigandi. 

Notum rafrænar leiðir í samskiptum við sveitarfélagið þessa
dagana og lágmörkum alla afhendingu gagna

Í ljósi neyðarstigs almannavarna sem nú er í gildi vegna Covid19veirunnar eru íbúar og aðrir viðskiptavinir sem eiga erindi í þjónustuver
Hafnarfjarðarbæjar að Strandgötu 6 og þjónustumiðstöð Hafnarfjarðarbæjar að
Norðurhellu 2 hvattir til að leggja áherslu á rafrænar þjónustuleiðir. Hægt er
að senda tölvupóst á netfangið: hafnarfjordur@hafnarfjordur.is,
spjalla við starfsfólk í netspjalli á www.hafnarfjordur.is
eða hringja í s. 585-5500 . Með þessu
vill sveitarfélagið takmarka umferð á starfsstöðvar til að tryggja áfram
mikilvæga þjónustu og öryggi allra hlutaðeigandi. Starfsstöðvarnar verða áfram
opnar á hefðbundnum opnunartíma fyrir mikilvæg og nauðsynleg erindi. Rétt er
að taka það sérstaklega fram að öll gögn sem afhent eru í þjónustuveri eru ekki
snert og afgreidd fyrr en eftir a.m.k. 48 klst.

ATH að frá og með fimmtudeginum 25. mars 2021 verður
þjónustuverið að Strandgötu 6 lokað í hádeginu eða frá kl. 12-13. Áfram er opið
fyrir síma og rafræna þjónustu á þessum tíma.

Rafræn þjónusta er opin alla daga frá kl. 8-16

Við bendum íbúum og öðrum viðskiptavinum á að ítarlegar
upplýsingar um starfsemi sveitarfélagsins er að finna á vef Hafnarfjarðarbæjar
www.hafnarfjordur.is auk umsókna og
gagna á Mínum síðum. Þar er jafnframt að finna netspjallið sem er opið á sama
tíma og þjónustuverið frá kl. 8-16 alla virka daga. Hafnarfjarðarbær heldur
einnig úti Facebook-síðu og þar geta
íbúar og viðskiptavinir sent skilaboð sem svarað er á afgreiðslutíma
þjónustuversins.

Fyrirfram þakkir fyrir skilninginn!
Við viljum með þessum skilaboðum og aðgerðum tryggja öryggi okkar allra.

Ábendingagátt