Áhrif hertra aðgerða á þjónustu Hafnarfjarðarbæjar

Fréttir

Vegna hópsmita sem komið hafa upp nú í vikunni hefur heilbrigðisráðuneytið gefið út reglugerð með hertum aðgerðum til að hindra að Covid19 smit breiðist út. Reglugerðin tók gildi á miðnætti.

Hertar lokanir og takmarkanir vegna Covid19
Áhrif á þjónustu Hafnarfjarðarbæjar

Vegna hópsmita sem komið hafa upp nú í vikunni hefur heilbrigðisráðuneytið gefið út reglugerð með hertum aðgerðum til að hindra að Covid19 smit breiðist út. Reglugerðin tók gildi á miðnætti. 

Mikilvægar upplýsingar er hægt að nálgast hér:

Aðgerðirnar eru tilkomnar vegna hópsmita sem hafa verið greind sem breska afbrigði kórónuveirunnar. Það er talið meira smitandi en þau sem áður hafa greinst hér á landi. Vegna þessa hefur skólahaldi í grunnskólum og tónlistarskóla sveitarfélagsins verið aflýst. Leikskólar munu starfa áfram með takmörkunum sem hljótast af reglugerðinni en hún heimilar aðeins að tíu fullorðnir einstaklingar séu samankomnir í hverju sóttvarnarhólfi. Börn sem fædd eru fyrir 2015 eru undanskilin reglunum. Á fjölskyldu- og barnamálasviði verður reynt að halda upp eins óskertri þjónustu og unnt er. Grímuskylda er á öllum starfsstöðvum sveitarfélagsins og mikilvægt að halda fjarlægðarmörkum. Mikil áhersla er lögð á hreinlæti og persónubundnar sóttvarnir.

Hafnarfjarðarbær grípur til eftirfarandi ráðstafana samkvæmt reglugerðinni.

  • Allir grunnskólar í Hafnarfirði loka
  • Tónlistarskóli lokar
  • Félagsmiðstöðvar unglinga loka
  • Frístundaheimili loka
  • Skólahljómsveitir munu ekki starfa
  • Leikskólar verða opnir
  • Sundlaugar loka – heilbrigðisráðuneytið hefur samþykkt undanþágu fyrir sundþjálfun og æfingar afreksfólks í Ásvallalaug að uppfylltum ákveðnum skilyrðum
  • Byggðasafn Hafnarfjarðar og Hafnarborg halda úti hefðbundnum opnunartíma með 10 einstaklinga fjöldatakmörkunum. Bókasafn Hafnarfjarðar verður opið frá kl. 10-17 mánudaga – fimmtudaga, föstudaga frá kl. 11-17 og laugardaga frá 11-15.  Auglýstum viðburðum er aflýst
  • Íþróttastarf inni og úti sem krefst snertingar verður óheimilt
  • Þjónustuver og þjónustumiðstöð verða opin á hefðbundnum tíma með takmörkunum. Lokað er í þjónustuveri frá kl. 12-13
  • Hafnarfjarðarhöfn er opin fyrir nauðsynlega umferð


Þjónusta fjölskyldu- og barnamálasviðs

  • Barnavernd er hluti af grunnþjónustu sem helst opin á öllum viðbragðsstigum. Engin breyting er á þjónustu barnaverndar
  • Hraunsel er opið en með skertri starfsemi. Hægt er að koma í óformlega samveru en nauðsynlegt er að láta vita af komu í síma 555-0142 áður en mætt er
  • Öll skipulögð hópastarfsemi svo sem píla, línudans, dansleikfimi, bingó, bridge, félagsvist, handverk, bókmenntaklúbbur og Qi gong fellur niður í félagsstarfi eldri borgara þar til annað verður ákveðið
  • Mötuneyti fyrir eldri borgara að Hjallabraut og Sólvangsvegi eru lokuð en hægt er að panta mat heim. Til skoðunar er hvort mögulegt sé að opna mötuneytin í ljósi þess að einhver hluti er þegar kominn með mótefni. Heimsendur matur er í boði fyrir alla þá eldri borgara sem það vilja
  • Starfssemi Geitunga og Vinaskjóls er opin með takmörkunum 
  • Frístundaklúbburinn Kletturinn er opinn með takmörkunum
  • Hæfingarstöðin á Bæjarhrauni er opin með takmörkunum 
  • Dagdvöl á Hrafnistu er opin sem og dagþjálfun í Drafnarhúsi og á Sólvangi
  • Engin breyting verður á heimaþjónustu til þeirra sem eru með skráða þjónustu
  • Starfssemi Lækjar er opin með takmörkunum

Í annarri almennri starfsemi Hafnarfjarðarbæjar verður farið eftir áður settum viðbragðsáætlunum og hólfunum til að tryggja að fleiri en 10 manns séu ekki saman í rými og hægt að tryggja tveggja metra regluna. Þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar að Strandgötu 6 verður áfram opið en gestir verða að vera með grímur og virða 2 metra fjarlægðarmörk. Íbúar og aðrir gestir eru hvattir til að nýja rafrænar þjónustuleiðir, lágmarka komur í þjónustuver við nauðsynleg erindi og lágmarka afhendingu gagna. Gögn eru ekki afgreidd fyrr en í fyrsta lagi eftir 48 klukkustundir. Ráðhúsið verður opið en grímuskylda og reynt að halda allri umferð í lágmarki. 

Hafnarfjarðarbær bendir á þjónustu í síma 585-5500, netspjall á www.hafnarfjordur.is og gegnum netfangið: hafnarfjordur@hafnarfjordur.is 

Ábendingagátt