Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Á mínu sviði starfa mun fleiri karlar en konur en mér finnst hér ríkja jafnræði þegar horft er til launa, aðbúnaðar og framgöngu í starfi. Rík áhersla er lögð á jafnrétti og jöfn laun kynjanna fyrir sambærileg störf.
Helga Stefánsdóttir, Hildur Sigþórsdóttir og Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir eiga allar það sameiginlegt að vera öflugir og metnaðarfullir stjórnendur og fulltrúar Hafnarfjarðarbæjar á sviði umhverfis- og skipulagsmála, fjármála, dagvistunar og menntamála. Helga og Jenný hafa starfað hjá sveitarfélaginu til fjölda ára og búa að gríðarlegri reynslu og þekkingu en Hildur er nýr og ungur stjórnandi sem ber með sér ferska vinda og sér tækifæri til umbóta og vaxtar í hverju horni og þá ekki síst á sviði stafrænnar þróunar. Viðtal við þær birtist í sérblaði Fréttablaðsins um konur í atvinnulífinu miðvikudaginn 26. janúar sem gefið var út í samstarfi við FKA – Félag kvenna í atvinnulífinu.
Viðtal við Jennýju Dagbjörtu Gunnarsdóttur
Viðtal við Hildi Sigþórsdóttur
„Á mínu sviði starfa mun fleiri karlar en konur en mér finnst hér ríkja jafnræði þegar horft er til launa, aðbúnaðar og framgöngu í starfi. Rík áhersla er lögð á jafnrétti og jöfn laun kynjanna fyrir sambærileg störf,“ segir Helga Stefánsdóttir, forstöðumaður á umhverfis- og skipulagssviði Hafnarfjarðarbæjar. „Kynjahlutföllin eru smá saman að jafnast samhliða því að aukin og fjölbreyttari þjónusta hefur færst undir sviðið auk þess sem áhugi kvenna á tæknigreinum virðist vera að aukast. Á tímabili var ég eina konan í um 40 manna hópi en þetta hefur breyst mjög mikið með árunum.“ Helga, sem er verkfræðingur og skipulagsfræðingur að mennt, talar um að fleiri konur fari í nám í tæknigreinum en áður og að ekki eigi að láta kyn eða umhverfi hafa áhrif á val sitt til náms eða starfa.
Helga hóf störf hjá bænum fyrir 25 árum við úttektir hjá byggingafulltrúa en er í dag staðgengill sviðsstjóri og forstöðumaður framkvæmda hjá bænum. „Sviðið okkar telur í dag um 50 starfsmenn og ber mín deild ábyrgð á öllum verklegum framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins og rekstri hvort sem það eru götur, húsnæði eða opin svæði,“ segir Helga sem þekkir vel alla uppbygginguna sem er að eiga sér stað í Hafnarfirði þessa dagana, bæði í nýjum hverfum og þéttingu byggðar. Helga kemur einnig að skipulagsmálum sveitarfélagsins og fleiri spennandi verkefnum sem hafa áhrif á allt samfélagið. „Við veltum nokkrum milljörðum á ári í tengslum við þessar framkvæmdir. Vinnudagarnir geta verið ansi langir, áreitið mikið og ákvarðanirnar stórar með tilheyrandi keðjuverkandi áhrifum. Ég er mjög skipulögð að eðlisfari, rökföst og vil að allt mitt starfsfólk fái að njóta sín í sínum verkefnum. Þannig vinnast hlutirnir best. Teymið mitt er öflugt, verkefnaskipting skýr, starfsandinn góður og alltaf gaman að mæta í vinnuna.“
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Opnað hefur verið fyrir innritun barna sem eru að fara í 1. bekk grunnskóla í Hafnarfirði haustið 2025 og er…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…
Hafnarfjarðarbær hefur svo gott sem lokið við LED-ljósavæðingu götulýsingar bæjarfélagsins. 95% ljósastaura nota LED-lýsingu. Víða í stofnunum bæjarins hefur LED-lýsing…
Nýsköpunarsetrið við Lækinn hefur fengið nýjan forstöðumann sem mótar nú starfsemina og stefnir á að vera kominn á fullt skrið…
Myndarlegur hópur mætti í kalda fjöruna við Langeyrarmalir og stakk sér í sjóinn á Nýársdag. Sjósbaðsstelpurnar Glaðari þú undirbjuggu og…
Það er mikill hugur í Skíða- og Skautafélagi Hafnarfjarðar og til stendur að félagið leggi gönguskíðaspor á Hvaleyrarvatni í dag…
Nú um áramótin tók Valdimar Víðisson við starfi bæjarstjóra Hafnarfjarðar af Rósu Guðbjartsdóttur sem gengt hefur embættinu síðan í júní…