Allir flokka…líka íbúar í aukaíbúðum

Fréttir

Öllum íbúum Hafnarfjarðarbæjar ber að fjórflokka heimilissorp sitt í viðeigandi sorpílát við heimili sitt og koma öðrum úrgangi á grenndar- eða endurvinnslustöðvar. Íbúar í aukaíbúðum, sem eru ekki á sér fasteignanúmeri, ber einnig að fjórflokka heimilissorp sitt en það er samkomulagsatriði leigusala og leitutaka hvort leigutaki hafi aðgengi að sorpílátum leigusala eða hafi sér ílát.

Fjórflokkun heimilissorps er skylda hjá öllum íbúum

Öllum íbúum Hafnarfjarðarbæjar ber að fjórflokka heimilissorp sitt í viðeigandi sorpílát við heimili sitt og koma öðrum úrgangi á grenndar- eða endurvinnslustöðvar. Íbúar í aukaíbúðum, sem eru ekki á sér fasteignanúmeri, ber einnig að fjórflokka heimilissorp sitt en það er samkomulagsatriði leigusala og leitutaka hvort leigutaki hafi aðgengi að sorpílátum leigusala eða hafi sér ílát.

Tvö tvískipt ílát hentug fyrir minni heimili

Fyrir minni heimili í aukaíbúðum með tveim eða færri íbúum og hafa ekki aðgengi að sorpílátum leigusala, er tilvalið að vera með tvö tvískipt ílát, 240L ílát fyrir matarleifar og blandaðan úrgang og 240L ílát fyrir plast og pappír. Hinsvegar heimili með fleiri en tvo íbúa í aukaíbúðum þurfa að lágmarki að vera með tvískipt 240L ílát fyrir matarleifar og blandaðan úrgang, 240L ílát fyrir plast og 240L ílát fyrir pappír. Hér má kaupa sorpílát

Ef þú ert í vafa um flokkun á þínum heimilis- og/eða framkvæmdaúrgangi þá er ítarlega leitarvél að finna á vef Sorpu.  Þar er einnig hægt að sjá hvort, hvar og í hvað sorpið fer í endurvinnslu eða endurnýtingu.

Takk fyrir að flokka!

Ábendingagátt