Sala er hafin á öllum gerðum 240L sorpíláta

Fréttir

Opnað hefur verið sölu á öllum gerðum 240L sorpíláta. Nú geta íbúar sérbýla og aukaíbúða keypt sér eitt tvískipt 240L ílát fyrir plastumbúðir og pappír og pappa og skipt úr fyrir tvö 240L ílát fyrir þessa sömu flokka.

Nú geta íbúar sérbýla keypt sér eitt tvískipt 240L ílát undir plast og pappa

Opnað hefur verið sölu á öllum gerðum 240L sorpíláta. Nú geta íbúar sérbýla og aukaíbúða keypt sér eitt tvískipt 240L ílát fyrir plastumbúðir og pappír og pappa og skipt úr fyrir tvö 240L ílát fyrir þessa sömu flokka. Íbúar eru beðnir um að hafa í huga að tvískipt 240L ílát fyrir pappír og plast (96L plast og 144L pappír) er ekki talið henta sérbýlum með fleiri en þrem íbúum vegna umfangs úrgangs sem að meðaltali fellur til á hverju heimili. Sérstök athygli er vakin á því að ílát undir plast og pappír eru losuð á 4ra vikna fresti og matarleifar og blandaður úrgangur á 2ja vikna fresti. Ef þjappað er í ílátið og úrvinnsluefnið losast ekki sjálfkrafa við losun þá er ílátinu skilað til baka með fasta innihaldinu í. Fasteignir þar sem magn er meira en ílát þola vegna fjölda íbúa eða aukaíbúða þá er hægt að kaupa auka sorpílát og greiða viðbótargjald fyrir losun þeirra. Hafnarfjarðarbær selur einungis 240L ílát fyrir matarleifar, blandaðan úrgang, plastumbúðir og pappír og pappa. Húsfélög geta keypt 660L kör hjá Terra.  Kaupa má ný lok á nýrri tegundir sorpíláta hjá þjónustumiðstöð Hafnarfjarðarbæjar að Norðurhellu 2. Þar er einnig hægt að nálgast nýja tappa á lok af nýrri tegundum sorpílata.

Kaupa nýtt ílát 

Ferli og framkvæmd við útskipti á íláti

Sorphirðu- og sorpeyðingargjald fyrir hvert fasteignanúmer er samkvæmt gjaldskrá 2023 kr. 64.531.- og greiðist með fasteignagjöldum. Innifalið er losun á 96L matarleifa og 144L blandaðs úrgangs tvisvar í mánuði og 240L plastumbúða og 240L pappírs og pappa einu sinni í mánuði auk reksturs grenndargáma. Hvert sorpílát kostar samkvæmt núverandi gjaldskrá kr. 11.500.- Frí heimkeyrsla er fyrir keypt ílát og ef óskað er þess að eldra ílát sé tekið samhliða, þá er það gert í sömu ferð. Þá þarf ílátið að vera tómt og standa á hvolfi við ruslageymslu og því gott að panta ílát með tilliti til losunartíðni. Þeir íbúar sem kjósa að fækka ílátum eru hvattir til að finna ílátunum annan tilgang. Ílátin er til dæmis hægt að nota undir aðra skilaflokka sem berast eiga beint til Sorpu eða í grenndargáma; dósir, flöskur, gler, málma eða til að geyma áhöld í bílskúrnum eða í garðinum. Ílát sem eru notuð fyrir annað en sorp má ekki geyma samhliða sorpílátunum.

Íbúar í Hafnarfirði eiga sín sorpílát sjálf

Íbúar og húsfélög í Hafnarfirði eiga sín sorpílát sjálf og sjá um kaup, viðhald og endurnýjun á þeim sem og útskipti milli sorpflokka. Ef íláti er skilað þarf íbúi að kaupa nýtt ef bæta þarf aftur við eða endurnýja síðar meir. Við innleiðingu fjórflokkunar heimilissorps sumarið 2023 fengu sérbýli tvískipt ílát fyrir matarleifar og blandaðan úrgang og fjölbýli 240L ílát fyrir matarleifar afhent til eignar til að geta uppfyllt fjórflokkun. Samkvæmt 10. gr. laga um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003 skal söfnun á matarleifum, blönduðum úrgangi, plasti, pappír og pappa fara fram við íbúðarhús og ber að hafa sorpílát fyrir þessa úrgangsflokka.

Nánari upplýsingar um fjórflokkunina almennt

Sértækar upplýsingar um framkvæmd og fyrirkomulag í Hafnarfirði

Gjaldskrá 

Kaupa nýtt ílát 

Takk fyrir að flokka!

Ábendingagátt