Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Meginniðurstöður sýna að foreldrar leikskólabarna í Hafnarfirði virðast almennt jákvæðir gagnvart hafnfirsku leikskólastarfi. Hlutfall foreldra sem eru ánægðir með leikskólann hefur farið hækkandi frá því að fyrsta mæling var gerð skólaárið 2017-2018.
Foreldrar eru mjög jákvæðir í garð leikskóla í Hafnarfirði.Mat á skólastarfi er virkur þáttur í starfi leikskólanna og hefur mikla vigt fyrir leikskólastarfið.
Nú liggur fyrir skýrsla Skólavogar sem byggir á niðurstöðum viðhorfskönnunar sem lögð var fyrir foreldra barna í leikskólum Hafnarfjarðar í mars 2020. Niðurstöðurnar gefa bæði ákveðnar vísbendingar um það sem vel er gert og um viðfangsefni og verkefni sem þörf er á að sinna til að efla skólastarfið og vinna að frekari skólaþróun. Könnunin tekur á þáttum í leikskólastarfinu sem snúa að daglegu starfi, námsumhverfi, samskiptum við foreldra, upphafi og lokum skólagöngu og sérstökum stuðningi og sérfræðiþjónustu. Leikskólar Hafnarfjarðar eru 18 talsins og má finna niðurstöður 16 þeirra í skýrslunni (Hamravellir og Hjalli eru undanskildir). Börn á leikskólaaldri með lögheimili í bænum voru 1833 skólaárið 2019 til 2020. Um 1780 þeirra eru í leikskólum bæjarins eða nálægt 97%. Svarhlutfall í könnun var 83,3%.
Skýrsla Skólavogar var kynnt á fundi fræðsluráðs Hafnarfjarðar í gær. Sjá niðurstöður fyrir leikskóla Hafnarfjarðar skólaárið 2019-2020. Á bls. 46 og 47 er að finna samantekt á foreldrakönnun.
Hlutfall ánægðra foreldra hefur farið hækkandi frá fyrstu mælingu
Meginniðurstöður sýna að foreldrar leikskólabarna í Hafnarfirði virðast almennt jákvæðir gagnvart hafnfirsku leikskólastarfi. Hlutfall foreldra sem eru ánægðir með leikskólann hefur farið hækkandi frá því að fyrsta mæling var gerð skólaárið 2017-2018 en þá var hlutfall ánægðra foreldra 84,5%. Hlutfallið er nú 91,7% og vel yfir meðaltali könnunar sem er 86,4%. Fimmtán þættir könnunar teljast til meðaltals og þrír vel yfir. Töluverður munur er þó á niðurstöðum milli skóla á einstökum þáttum og nauðsynlegt að skoða sérstaklega. Þeir þrír þættir sem teljast vel yfir meðaltali Skólavogar eru: 1) ánægja með leikskólann, 2) stjórnendur eru sýnilegir í daglegu starfi skólans og 3) flutningur milli skólastiga. Samkvæmt niðurstöðum þá snúa helstu áskoranir að hvatningu til þátttöku í starfinu, heimasíðum skólanna og í einhverjum skólum að sýnileika stjórnenda í daglegu starfi.
Alls eru matsþættirnir 21 og flokkaðir í 5 yfirflokka
Yfirsýn yfir stöðu mála og aðstoð við mörkun umbótaverkefna
Skýrslu þessari er fyrst og fremst ætlað að vera upplýsandi fyrir stjórnendur og starfsfólk leikskóla og jafnframt veita fræðsluyfirvöldum nauðsynlegar upplýsingar um ákveðna þætti leikskólastarfsins í bænum. Skólapúlsinn, sem liður í innra mati leikskóla hentar vel til að fá álit þeirra sem koma að skólastarfinu og mikilvægt er að gaumgæfa þau sjónarmið og viðhorf sem þar koma fram. Tilgangurinn er að skólarnir geti nýtt niðurstöður og samanburð til að sjá hvað vel tekst til og finna sér sóknarfæri og umbótaverkefni. Einnig að aðrir hagsmunaaðilar skólastarfsins, s.s. foreldrar og fræðsluyfirvöld, fái yfirsýn yfir stöðuna og geti lagt sitt af mörkum lögum samkvæmt til að aðstoða skólanna á grundvelli gagna.
Sjá niðurstöður fyrir leikskóla Hafnarfjarðar skólaárið 2019-2020
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…
Hafnarfjarðarbær hefur svo gott sem lokið við LED-ljósavæðingu götulýsingar bæjarfélagsins. 95% ljósastaura nota LED-lýsingu. Víða í stofnunum bæjarins hefur LED-lýsing…