Alþjóðlegt FLY verkefni sem ýtir undir kvikmyndalæsi

Fréttir

Nemendur í 7. AMT í Lækjarskóla duttu aldeilis í lukkupottinn þegar þeim var boðin þátttaka í vinnustofu um stuttmyndagerð og þar með þátttaka í alþjóðlegu FLY-verkefni sem vill höfða til og nota kvikmyndalæsi í kennslu barna og unglinga.

Nemendur í 7.
AMT í Lækjarskóla duttu aldeilis í lukkupottinn þegar þeim var boðin þátttaka í vinnustofu um stuttmyndagerð og þar með þátttaka í alþjóðlegu FLY-verkefni sem
vill höfða til og nota kvikmyndalæsi í kennslu barna og unglinga. FLY skammstöfunin stendur fyrir Fly Littercy Years og er verkefnið stutt af Barnamenningarsjóði og The Animation Workshop/VIA UC í Danmörku. 

Rekja má uppruna FLY samstarfsverkefnisins til Danmerkur en verkefnið teygir anga sína víða og er nú að ryðja sér til rúms á Íslandi. Hafin er uppbygging samstarfsnets kennara
á Íslandi sem tengist alþjóðlegu neti kennara með það að markmiði að deila
aðferðum sem nýta stutt- og hreyfimyndagerð sem verkfæri og aðferðafræði í
kennslu.

Vinnustofa með Martin Spenner frá Lommefilm 

Nemendur í
7.AMT tóku sannarlega vel á móti Martin Spenner, frá Danmörku sem sá um kennslu og vinnustofu fyrir hópinn.  Martin hóf daginn á því að
sýna stuttmynd sem kollegi hans hafði hjálpað börnum í Bólivíu að búa til. Deginum var svo varið í kennslu og var afrakstur nemenda stuttmynd þar sem Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var hafður að leiðarljósi. Það tókst með glæsibrag. Martin, lærifaðir þeirra,  var hæst ánægður með útkomuna og undrandi yfir því hversu vel
krakkarnir náðu að tileinka sér svo flókið viðfangsefni sem Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er og það á ensku í þokkabót. Martin kvaddi Lækjarskóla
sáttur og vildi fá að nýta afrakstur dagsins til sýningar í samskonar
vinnustofum í fjarlægum löndum. Það var einróma samþykki hjá 7. AMT um það.

Nánari upplýsingar um FLY – verkefnið

Áfram skapandi skólastarf! 

Ábendingagátt