Ánægja íbúa í Hafnarfirði eykst umtalsvert milli ára

Fréttir

Hafnarfjörður hækkar í öllum þáttum milli ára í árlegri þjónustukönnun Gallup, þar af marktækt í 12 af 13 þáttum. Ánægja með þjónustu við fatlað fólk og barnafjölskyldur og með þjónustu leikskóla eykst mest á milli mælinga og hefur ekki mælst hærri frá upphafi mælinga.

Ánægja með þjónustu við barnafjölskyldur, þjónustu leikskóla og þjónustu
við fatlað fólk hefur ekki mælst hærri frá upphafi mælinga. Aðrir þættir ná
einnig hæsta gildi.

Hafnarfjörður hækkar í
öllum þáttum milli ára í árlegri þjónustukönnun Gallup, þar af marktækt í 12 af
13 þáttum. Ánægja með þjónustu við fatlað fólk og barnafjölskyldur og með
þjónustu leikskóla eykst mest á milli mælinga og hefur ekki mælst hærri frá
upphafi mælinga.

MatASveitarfelagiBreytingFraSidustuMaelingu

Mat á sveitarfélagi og breyting frá síðustu mælingu

9 af hverjum 10 ánægðir með Hafnarfjörð sem bæinn sinn

91% íbúa er ánægðir með Hafnarfjörð sem stað til að búa á,
86% eru ánægðir með aðstöðu til íþróttaiðkunar í sveitarfélaginu og 78% eru
ánægð með þjónustu leikskóla sveitarfélagsins. Eru þessir þættir allir yfir
meðaltali þeirra 20 sveitarfélaga sem mæld eru. Hafnarfjörður er í þriðja sæti
þegar spurt er um ánægju með hvernig sveitarfélagið sinnir menningarmálum og í fjórða
sæti þegar spurt er um ánægju með sveitarfélagið sem stað til að búa á. Í
samanburði við önnur sveitarfélög í heild er Hafnarfjörður fyrir ofan meðaltal
í fimm þáttum af þrettán, á pari við aðra þætti og aldrei undir meðaltali. Hástökkvarar
þjónustukönnunar í ár eru þjónusta við fatlað fólk, þjónusta leikskóla og
þjónusta við barnafjölskyldur í sveitarfélaginu. Þessir málaflokkar hækka allir
um 0,4 stig milli mælinga og hafa ekki mælst hærri frá upphafi mælinga. Aðrir
þættir eins og gæði umhverfis, þjónusta grunnskóla, menningarmál og sorphirða
standa nú á pari við hæstu gildi frá upphafi. Áframhaldandi tækifæri til úrbóta
blasa við og þá ekki síst á sviði skipulagsmála.

MedaltolsveitarfelagsSamanburdurOnnur

Meðaltöl sveitarfélags í samanburði við sveitarfélög í heild

Niðurstöður þjónustukönnunar Gallup gefa ákveðna hugmynd um
ánægju íbúa og jákvæðara viðhorf með
fyrirfram skilgreinda þjónustuþætti sveitarfélagsins. Mikil áhersla hefur verið
lögð á innleiðingu og framkvæmd verkefna og aðgerða í öllum málaflokkum síðustu
misseri sem virðast vera, ásamt öðrum samverkandi þáttum, að skila sér beint í
mælingar. Bæði hjá þeim sem nýta sér þjónustuna og þeirra sem meta ánægju út
frá tilfinningu og umtali.

Um þjónustukönnun
Gallup

Gallup framkvæmir árlega þjónustukönnun meðal tuttugu
stærstu sveitarfélaga landsins en gagnasöfnun fór fram dagana 26. nóvember 2019
– 8. janúar 2020. Um er að ræða lagskipt tilviljunarúrtak 10.845 einstaklinga,
18 ára og eldri, úr viðhorfahópi Gallup og þjóðskrá. Í Hafnarfirði svöruðu 454
einstaklingar könnuninni en gagnaöflun stóð yfir þar til tilteknum fjölda svara
var náð í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Niðurstöður voru birtar á fundi
bæjarráðs í morgun.

Ábendingagátt