Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Síðustu tvo dagana hafa staðið yfir hátíðarhöld í Hásölum í Hafnarfjarðarkirkju til heiðurs Hafnfirðingum sem fæddir eru árin 1950 og 1951. Hátíðarhöldin eru hefð sem skapast hefur síðustu árin og eru stórafmælis-veislurnar orðnar sjö talsins. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar býður til veislunnar.
Síðustu tvo dagana hafa staðið yfir hátíðarhöld í Hásölum í Hafnarfjarðarkirkju til heiðurs Hafnfirðingum sem fæddir eru árin 1950 og 1951. Tilefnið eru afmælisveislur fyrir þá Hafnfirðinga sem sjötugir urðu á árinu 2020 og sjötugir verða eða eru orðnir á árinu 2021. Hátíðarhöldin eru hefð sem skapast hefur síðustu árin og eru stórafmælis-veislurnar orðnar sjö talsins. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar býður til veislunnar.
Það voru rétt um 90 hressir Hafnfirðingar sem komu saman í Hásölum í gær og hittu þar fyrr bæjarstjóra, starfsfólk bæjarins og síðast en ekki síst æskuvini, uppeldisfélaga og félaga úr fjölbreyttu félagsstarfi. Hópurinn hlýddi á hljóðþýða tóna, fékk kynningu á þjónustu Hafnarfjarðarbæjar í þágu eldri borgara, fjölbreyttu félagsstarfi hjá Félagi eldri borgara í Hafnarfirði ásamt því að hlusta á áhugaverðar og skemmtilegar sögur frá fæðingarárinu 1951 frá bæjarminjaverði.
Fleiri myndir frá afmæli er að finna á facebook síðu Hafnarfjarðarbæjar
Árið 1951 hefur farið í sögubækurnar fyrir margra hluta sakir. Í mannkynssögunni er ársins einna helst minnst fyrir þær sakir að þetta ár var hjarta- og lungnavélin fundin upp, hafin var raforkuframleiðsla í Bandaríkjunum með kjarnorku, höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York voru opnaðar, Kóreustríðið stóð yfir, Stalín lýsti því yfir að Sovétríkin hefðu komið sér upp kjarnorkusprengjum og Rosenberg hjónin voru dæmd til dauða á Bandaríkjunum fyrst allra fyrir njósnir en þeim var gert að sök að hafa lekið upplýsingum til Sovétríkjanna sem hjálpuðu þeim að koma sér upp fyrrnefndum kjarnorkusprengjum. Af heimsþekktum einstaklingum sem fæddust árið 1951 má nefna Sting, Jane Seymour, Phil Collins og Bonnie Tyler.
Í Íslandssögunni bar það helst til tíðinda að Ameríski herinn snéri aftur til Íslands eftir undirritun varnarsamningsins, flugvélin Glitfaxi fórst á Faxaflóa og með henni 20 manns, Listasafn ríkisins var opnað í húsi Þjóðminjasafnsins, varðskipið Þór kom til landsins og hinn klassíski útvarpsþáttur „óskalög sjúklinga“ hóf göngu sína í Ríkisútvarpinu.
Hér í Hafnarfirði gerðist líka eitt og annað áhugavert árið 1951. Árið byrjaði í kvikmyndahúsum bæjarins með myndum „Glaðvær æska“ sem var skemmtileg og fjörug ný amerísk mynd í Hafnarfjarðarbíói og hin bráðskemmtilega og fallega ameríska söngvamynd í eðlilegum litum „Romance on the high seas eða tónatöfrar í Bæjarbíói.
Atvinnuástandið í bænum var bágborið í upphafi árs, svo bágborið að Verkamannafélagið Hlíf sendi erindi til bæjarstjórnarinnar þar sem þess var óskað að fjölgað ýrði í bæjarvinnunni og að gömlu bæjarútgerðartogararnir yrðu aftur gerðir út. Það var hins vegar þannig að sökum þess hve kolaverð var hátt á þessum tíma, var ljóst að þessir togarar yrðu gerðir út með 100.000 kr. tapi á mánuði hverjum og því var ekki hægt að verða við þessari ósk. Emil Jónsson hafði þá reynt að fá fjármagn frá ríkissjóði til að breyta togurunum og setja í þá olíukyndingartæki en það gekk ekki eftir. Þessu tengt var ákveðið að skora á einkarekin útgerðarfélög í bænum að landa afla sínum hér og láta vinnan hann í bænum frekar en að sigla með hann óunninn á enska markaði en Bæjarútgerðin hafði þegar tekið þá ákvörðun að gera það.
Í mars rættist að hluta til úr þegar Júní, hinn nýi togari Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar kom í fyrsta sinn til heimahafnar. Þetta var á allan hátt hið glæsilegasta fiskiskip og hið langfullkomnasta sem gert hafði verið út frá bænum. Júní var einn af þeim 10 togurum sem ríkisstjórnin hafði samið um smíði á en þegar hann kom til hafnar var mikil hátíð í Hafnarfirði og fjölmargir bæjarbúar gerðu sér ferð niður á bryggju til að taka á móti skipinu þrátt fyrir kalsaveður.
Árið 1951 var haldið fyrsta skíðamót Hafnarfjarðar, um var að ræða gönguskíðamót sem ÍBH stóð fyrir í samvinnu við barnaskólann og voru keppendur rúmlega 60 talsins. Um nokkurn tíma fram að mótinu hafði Guðjón Sigurjónsson staðið fyrir kennslu til undirbúnings fyrir keppendur en mótið var haldið á Setbergstúni og vakti mikla athygli og tókst í alla staði hið besta.
Í gegnum tíðin hafði það tíðkast að leitað var til skáta í bænum þegar eitthvað bjátaði á, þegar leita þurfti að fólki o.s.frv. Dæmi um þetta var þegar flugvélin Geysir nauðlenti á Vatnajökli haustið 1950, þá voru m.a. nokkrir skátar úr Hafnarfirði fengnir til að aðstoða við leitina. Þetta varð til þess að snemma árs 1951 komu saman 18 félagar úr skátafélaginu Hraunbúum og stofnuðu Hjálparsveit Skáta í Hafnarfirði. Tilgangurinn var að hafa í bænum sérstaka sveit skáta sem hafði björgunar- og hjálparstarf að meginmarkmiði. Hjálparsveitin var til að byrja með deild innan skátafélagsins Hraunbúa en þó með aðskilinn fjárhag.
Það var líka á þessu ári sem Rafha í samvinnu við vélsmiðjuna Héðinn ákváðu að framleiða í sameiningu þvottavélar. Þetta voru vélar sem hlutu nafnið Mjöll og voru þær auglýstar sem hentugar, sterkbyggðar og ódýrar. Fólk þurfti að panta vélarnar með góðum fyrirvara og borga staðfestingagjald. Við greiðslu þess fékk fólk afhent númer og voru vélarnar afgreiddar í samræmi við þau. Athygli vakti að sala þeirra hófst hálfu ári fyrir afhendingu og sökum dýrtíðar var verðið gefið upp 3.000 kr. miðað við þáverandi verðlag en því haldið opnu að þær gætu hafa hækkað í verði þegar afhending fór fram.
Á vormánuðum 1951 var stofnað í bænum Fegrunarfélag Hafnarfjarðar fyrir tilstuðlan Ródarýklúbbs Hafnarfjarðar. Tilgangur félagsins var að vinna að fegrun bæjarins og veita bæjarbúum fyrirgreiðslu og aðstoð í því skyni. Félagið veitti garðeigendum mikla aðstoð og hafði m.a. milligöngu um að láta úða garða þeirra auk þess sem það hafði á sínum vegum ráðunaut sem leiðbeindi fólki varðandi garðrækt. Þá stóð félagið fyrir samkeppni og veitti það verðlaun og viðurkenningar fyrir fallega garða og snyrtilega umgengni.
Ársþing ÍBH lagði fram tvær áhugaverðar áskoranir til bæjarins þetta árið. Í fyrsta lagi að bærinn og íþróttafulltrúi ríkisins beittu sér fyrir því að unnið yrði að yfirbyggingu sundlaugarinnar en á þessum tíma var sundhöllin opin útilaug. Þá var skorað bæjarstjórnina að kaupa Víðistaði og hefjast þegar handa við byggingu á íþróttaleikvangi þar fyrir Hafnarfjörð í samræmi við þær teikningar sem lágu frammi. Varðandi fyrri liðinn er skemmst frá því að segja að Fjárhagsráð ríkisins hafnaði umsókn Hafnarfjarðar um fjárfestingaleyfi til yfirbyggingarinnar. Þeirri ákvörðun var áfríað og fékkst leifið að lokum og hófst vinna við þetta verkefni síðla árs
Þetta ár eins og mörg af þeim sem á undan voru einkenndust af miklum framkvæmdum við höfnina í Hafnarfirði. Vinna við suðurgarðinn hófst 1948 og var tilgangur hans að verja höfnina fyrir suðvestan átt. Það sem gerðist markverðast í þeirri framkvæmd árið 1951 og vakti mikla athygli var þegar hollenskur dráttarbátur sigldi inn í höfnina snemma morguns á fallegum júnídegi með 62 metra langt innrásarker í eftirdragi. Um var að ræða eitt af þeim þeim kerum sem bandamenn notuðu við innrásina í Normandí í lok síðara stríðs. Kerin voru þar notuð til að setja upp bráðabirgða hafnir á opinni ströndinni en þetta ker og annað sambærilegt sem kom á haustmánuðum voru notuð við gerð hafnargarðsins og bryggju þar. Öðru var sökkt innan við framhlið garðsins en hitt var notað sem togarabryggja innan við hann.
Um haustið hófst starfsemi Tónlistarskólans að nýju en vakin var athygli á nýjuung í starfsemi hans. Þessi nýjung var sú að tekin var upp kennsla í listdansi og ballet en Sigríður Ármann hafði verið ráðin kennari í þeirri grein. Kom fram í frétt frá skólanum að listdansinn væri af mörgum talin hin fullkomnasta listtjáning. Dansinn var talin auka næmi fyrir hljóðfalli og hljómlist auk þess sem hann fegrar og heflar framkomu manna og umgengnisvenjur.
Um haustið 1951 hóf ný verksmiðja starfsemi í Hafnarfirði en það var Steinullarverksmiðjan sem stóð við gatnamót Lækjargötu og Hringbrautar. Verksmiðja þessi var á þessum tíma talin vera mikið tækniundur en starfsemin fólst í því að bræða grjót við 14-1500 gráðu hita og blása síðan lofti eða gufu í gegnum massann og mynda þannig steinull. Verksmiðjan var eingöngu rekin með rafmagni en vegna þess hve mikla orku hún þurfti var eingöngu hægt að starfrækja hana þegar lítil rafmagnsnotkun var í bænum, á sumrin og á nóttunni.
Ákveðið var að gera tilraun með endurbætur á götulýsingu í bænum árið 1951 og voru settir upp steinsteyptir staurar með flourecent-ljósum við Strandgötuna. Um var að ræða nýstárlega tilraun sem þóttist takast mjög vel. Stofnkostnaður þessara ljósa var mikill, staurarnir stórir og miklir en rekstarkostnaðurinn var töluvert lægri en af venjulegum götuljósum, rafmagnseyðslan var einungis um einn þriðji af því sem áður var en ljósmagnið þrisvar sinnum meira. Áður hafði verið gerð tilraun með svokallaðan „sódíum lampa“ efst á Reykjavíkurveginum en ókostir hans voru að litbrigði ljóssins var ekki nægilega viðkunnanlegt t.d. urðu rauðar varir blár og andlitslitur allur báleitur og hrukkóttur og komu þeir lampar því ekki til greina.
Af lögreglumálum bar það meðal annars til tíðinda að frétt birtist snemma árs um að fangi hafi brotist út úr hegningarhúsinu í Hafnarfirði. Um var að ræða 18 ára pilt sem komst út úr klefa sínum á þann hátt að brjóta gluggarimlana frá en þetta var í annað sinn á skömmum tíma sem þessi sami fangi hafði brotist út úr fangelsinu í Hafnarfirði. Hvort samhengi hafi verið á milli skal ósagt látið en þessa sömu nótt var brotist inn í Rakarastofu Einars Sigurjónssonar við Strandgötuna og stolið þaðan skiptimynt 40 – 50 kr.
Í árslok 1951 var stofnað í bænum Stangveiðifélag Hafnarfjarðar og voru stofnfélagar rúmlega 40. Þar sem félagið var stofnað í lok árs var starfsemi þessi ekki mikil á því ári en strax vorið eftir var gerður samningur um veiðirétt í Hlíðarvatni í Selvogi.
Árið endaði svo eins og ár enduðu almennt í Hafnarfirði á þessum tíma, með jólatréskemmtunum í Góðtemplarahúsinu og jólamyndum í kvikmyndahúsum bæjarins. Í Hafnarfjarðarbíói var jólamyndin þetta árið amerísk revíukvikmynd sem bar nafnið „Sitt af hverju tagi“ en í Bæjarbíói var sýnd sprenghlægilega nýja sænska gamanmyndin „Aumingja Sveinn litli“ sýnd við miklar vinsældir.
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…
Hafnarfjarðarbær hefur svo gott sem lokið við LED-ljósavæðingu götulýsingar bæjarfélagsins. 95% ljósastaura nota LED-lýsingu. Víða í stofnunum bæjarins hefur LED-lýsing…