Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Um níu ára skeið hefur Hafnarfjarðarbær haldið í þá fallegu og góðu hefð að bjóða til veislu í Hásölum til heiðurs þeim Hafnfirðingum sem sjötugir hafa orðið og verða á árinu. Rúmlega hundrað sjötugir Hafnfirðingar komu saman í Hásölum í gær og hittu þar bæjarstjóra, bæjarfulltrúa, starfsfólk bæjarins, æskuvini, uppeldisfélaga og félaga úr fjölbreyttu félagsstarfi.
Um níu ára skeið hefur Hafnarfjarðarbær haldið í þá fallegu og góðu hefð að bjóða til veislu í Hásölum til heiðurs þeim Hafnfirðingum sem sjötugir hafa orðið og verða á árinu. Um hundrað Hafnfirðingar hafa þegið boð bæjarstjóra í sameiginlega afmælisveislu ár hvert þessi ár og árið í ár var engin undantekning. Rúmlega hundrað sjötugir Hafnfirðingar komu saman í Hásölum í gær og hittu þar bæjarstjóra, bæjarfulltrúa, starfsfólk bæjarins, æskuvini, uppeldisfélaga og félaga úr fjölbreyttu félagsstarfi. Á fæðingarári afmælisgestanna, 1953, gerðist ansi margt áhugavert. Hafnarfjarðarbær var 45 ára gamalt sveitarfélag með 5.473 íbúa. Norski bærinn Bærum varð vinabær Hafnarfjarðar, Sundhöll Hafnarfjarðar var opnuð við hátíðlega athöfn, Sjómannadagurinn var í fyrsta skipti haldinn heima í Hafnarfirði, hjúkrunarheimilið Sólvangur vígt, vegleg Jónsmessuhátíð haldin í Hellisgerði í tilefni af 30 ára afmælis skrúðgarðsins og næst þyngsta kartafla landsins, 550gr, spratt upp í garði við Suðurgötu 40.
Dagskrá hátíðarhaldanna er lauflétt enda snýst stundin meira um samveru umfram allt annað. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Rósa Guðbjartsdóttir, opnaði veisluna með hamingjuóskum og þökkum fyrir komuna. Hópurinn fékk kynningu á þjónustu Hafnarfjarðarbæjar í þágu eldra fólks og á fjölbreyttu, hressandi og skemmtilegu félagsstarfi hjá Félagi eldri borgara í Hafnarfirði sem stendur öllum þeim sem orðnir eru 60 ára og eldri til boða. Bæjarminjavörður Hafnarfjörður rifjaði að lokum upp fæðingarárið í máli og myndum við góðar undirtektir enda hafa allir gaman af því að rifja upp gamla tíma. Gestir nutu þess að hlýða á ljúfa tóna Tríós Stefáns Ómars í upphafi veislu, inn á milli atriða og í veislulok.
Þjónusta Hafnarfjarðarbæjar til handa eldra fólki hefur hin síðustu ár mótast og þróast markvisst í takt við nýja og breytta tíma og hækkandi lífaldur. Aukin áhersla hefur verið lögð á aukna fyrirbyggjandi og fjölbreyttra heilsueflandi þjónustu sem miðar að því að stuðla að vellíðan og heilsueflingu eldra fólks í Hafnarfirði þannig að þeir geti betur tekið virkan þátt í samfélaginu og búið í sjálfstæðri búsetu sem lengst.
Bæjarstjórn og starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar sendir íbúum og gestum heilsubæjarins Hafnarfjarðar hugheilar hátíðarkveðjur með hjartans þökk fyrir samstarf og samveru á…
Ég vil þakka kæru samstarfsfólki og ykkur bæjarbúum fyrir samstarfið og samveruna, traustið og hlýjuna á liðnum árum. Ég óska…
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið, byggðasafnið, þjónustuver og Hafnarborg eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar…
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.