Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Hafnarfjarðarbær og Framtíðar fólk ehf. hafa undirritað þjónustusamning um rekstur leikskólans Áshamars í Hafnarfirði. Hann verður 19. leikskólinn í bæjarfélaginu.
Hafnarfjarðarbær og Framtíðar fólk ehf. hafa undirritað þjónustusamning um rekstur leikskólans Áshamars í Hafnarfirði. Leikskólinn verður sex deilda, staðsettur í jaðri Hamraneshverfis. Hann verður 19. leikskólinn í bæjarfélaginu. Þar er sérstök áhersla lögð á útikennslu í einstöku umhverfi.
„Við bætum enn þjónustuna með þessum glæsilega leikskóla í Hamarneshverfi og stöndum sterk um þessar mundir þegar litið er til leikskólamála,“ segir Valdimar Víðisson, bæjarstjóri. Leikskólinn mun rúma 120 börn.
„Við leggjum áherslu á fjölbreytileika í leikskólum hér í Hafnarfirði. Hver leikskóli hefur sína sérstöðu, sama gildir um leikskólann Áshamar, þar sem útinám verður ein af lykiláherslunum,“ segir bæjarstjóri. Ritað var undir þjónustusamning við Framtíðar fólk ehf. í dag, fimmtudag.
Leikskólabyggingin er öll hin glæsilegasta og aðstaða fyrir leikskólastarf eins og best verður á kosið. Það á bæði við um svæði sem helguð eru starfi með börnum og öll starfsmannaaðstaða. Leikskólinn við Áshamar verður 19. leikskólinn í Hafnarfirði. Tæplega 2000 leikskólabörn eru í bænum og mun skólinn rúma 120 þeirra.
Guðrún Jóna Thorarensen, framkvæmdarstjóri Framtíðar fólks ehf., segir útikennslu verða eina af megináherslum skólans enda umhverfi skólans einstakt.
„Einnig sköpun, vellíðan barnanna og samvinna,“ segir hún. Samfélagið kalli á minni streitu, meiri ró. „Útikennsla er mjög góð til að hjálpa okkur að finna frið og ró.“
Guðrún, sem er menntaður leikskólakennari og með M.Ed. gráðu í stjórnun menntastofnana, segir að stundum sé talað um umhverfið sem þriðja kennarann í leikskólastarfinu. „Þarna er ekki hægt að segja annað en að umgjörðin öll verði eins og best verður á kosið.“ Hún hlakki til að taka við húsinu í lok febrúar og ráða inn starfsfólk.
Guðrún hefur starfað að leikskólamálum lengi, bæði hjá borginni og í Hjallastefnunni. Nú mun hún reka Áshamar.
„Það er gaman að sjá hvernig hönnun byggingarinnar endurspeglar umhverfið. Stórir gluggar og hurðir út af hverri deild. Hönnunin er ótrúlega flott hjá Hafnarfjarðarbæ,“ segir hún.
„Ég sem leikskólakennari skynja að þarna hefur komið fólk að hönnun skólans sem hefur mikla reynslu af því að vinna með börnum á leikskólaaldri. Deildirnar eru einstaklega rúmgóðar og þrjú herbergi innan hverrar deildar, mikil lofthæð og birta. Lögð er áhersla á að nota stóra glugga, þakglugga og gler,“ lýsir hún.
„Svo er öll vinnuaðstaða einstök. Tveir listaskálar fyrir börnin, salur með sviði. Allir kennarar fá gott pláss undir sérkennslu og viðtalsherbergi við foreldra. Þetta er allt upp á tíu.“
Leikskólinn er byggður upp með Modules timbureiningum sem settar eru saman í verksmiðju við bestu aðstæður. Leikskólinn verður á einni hæð í L-laga formi um eitt miðsvæði sem mun halda utan um starfsemina og leikskólalóðina auk þess að mynda skjól.
Stefnt er að því að opna skólann 1. apríl og verður skólinn sá fyrsti sem Guðrún rekur sjálf. „Það gefur mikið frelsi að byggja starfið frá grunni og gaman að takast á við reksturinn sjálf. Já, nú er draumur að rætast.“
Já, við getum verið stolt af þessu glæsilega nýja leikskólahúsi!
Sundlaugamenning Íslands hefur verið formlega skráð sem óáþreifanlegur menningararfur mannkyns hjá UNESCO.
Fimmta Jólaþorpshelgin verður hlaðin kræsingum og gleði. Fjöldi skemmtiatriða og svo margt sem má upplifa í firðinum okkar fagra.
Tvöföld Reykjanesbraut milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns opnaði formlega síðdegis í gær. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar fagnaði því í Haukaheimilinu um leið og…
Tólf starfsmenn hlutu 25 ára starfsaldursviðurkenningu í gærdag. Samanlagður starfsaldur þessa flotta hóps er 300 ár. Aðeins konur prýddu fagran…
„Til hamingju með 25 ára afmælið,“ sagði Valdimar Víðisson bæjarstjóri þegar hann flutti ávarp á fræðsludegi og afmælisfögnuðu PMTO hugmyndafræðinnar…
All verk ehf. byggir búsetuskjarna með sólarhringsþjónustu við Smyrlahraun 41A. Húsnæðið verður tilbúið um mitt ár 2027.
Nú skína jólaljósin skært. Jólabærinn Hafnarfjörður hvetur Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar til þess að senda ábendingu um þau hús, þær…
Allt er að smella hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar sem úthlutar á morgun mat og gjöfum til um 300 hafnfirskra einstæðinga og…
Sóli Hólm hefur aldrei sýnt oftar í Bæjarbíói en fyrir þessi jól. Alls 41 sýning og sú síðasta á Þorláksmessu.…
„Hafnarfjarðarkortið er lykillinn að Hafnarfirði,“ segir Þóra Hrund Guðbrandsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar um þetta glænýja hafnfirska gjafa- og inneignarkort „Þetta…