Ásvallabraut lokuð í mánuð

Fréttir

Lokunartími er frá og með 18. apríl til og með 16. maí.Ástæðan er gerð nýs hringtorgs fyrir innkomu í Ásland 4 og verður öll gatan yfir hæðina lokuð á meðan á verkinu stendur. Upplýsingar um lokun brautar verða settar upp við hringtorgin beggja vegna brautar.

 

Lokunartími er frá og með 18. apríl til og með 16. maí

Nýjum hverfum og stækkun Hafnarfjarðar fylgja framkvæmdir með tilheyrandi áhrifum og lokunum. Ásvallabraut,  frá hringtorgi við Kaldárselsveg að Aftantorgi við Skarðshlíð, verður lokuð og með 18. apríl til og með 16. maí. Ástæðan er gerð nýs hringtorgs fyrir innkomu í Ásland 4 og verður öll gatan yfir hæðina lokuð á meðan á verkinu stendur. Hjáleiðir eru um Ásvallabraut og Ásbraut inná Reykjanesbraut eða áfram um Kaldárselsvegi inn á Flóttamannaleið eða um Hvaleyrarvatnsveg inn á Kaldárselsveg.

 

 

Græn leið er hjáleið um Ásvallabraut og Ásbraut inná Reykjanesbraut eða áfram um Kaldárselsveg inn á Flóttamannaleið. Gul leið er hjáleið um Hvaleyrarvatnsveg inn á Kaldárselsveg.

Upplýsingar um lokun brautar verða settar upp við hringtorgin beggja vegna brautar

 

Hafnarfjörður stækkar

Ný Ásvallabraut í Hafnarfirði opnaði fyrir umferð í október 2021 og varð strax mikilvægur hluti af samgangnakerfi Hafnarfjarðarbæjar enda tengir brautin saman byggðasvæði sitt hvoru megin Ásfjalls. Nýverið var lóðum í fyrsta hluta áfanga uppbyggingar í Áslandi 4 úthlutað og framkvæmdir þegar farnar af stað á svæðinu með tilheyrandi gatnagerð og lagnavinnu. Ásland 4 er íbúðahverfi í framhaldi af hverfum beggja vegna, þ.e. Ásland 3 og nýjum íbúðahverfum í Skarðshlíð og Hamranesi.

Fyrirfram þakkir fyrir sýndan skilning!   

Ábendingagátt