Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Hafnarfjarðarbær hefur um árabil tekið þátt í árlegri þjónustukönnun Gallup. Í könnun er spurt um viðhorf til þjónustu stærstu sveitarfélaga í ýmsum málaflokkum bæði út frá reynslu og áliti. Helstu niðurstöður eru að 88% íbúa eru ánægðir með Hafnarfjörð sem búsetustað, 86% með aðstöðu til íþróttaiðkunar, 81% með gæði umhverfis og 71% með menningarmálin.
Hafnarfjarðarbær hefur um árabil tekið þátt í árlegri þjónustukönnun Gallup. Í könnun er spurt um viðhorf til þjónustu stærstu sveitarfélaga í ýmsum málaflokkum bæði út frá reynslu og áliti. Helstu niðurstöður nýrrar könnunar fyrir Hafnarfjarðarbæ eru að 88% íbúa eru ánægðir með Hafnarfjörð sem stað til að búa á, 86% með aðstöðu til íþróttaiðkunar í sveitarfélaginu, 81% með gæði umhverfis í nágrenni við heimili sitt og 71% með menningarmál bæjarins. Allir þessir þættir og fleiri til skora yfir meðaltali í samanburði sveitarfélaganna.
Þjónustukönnun Gallup 2023
Hástökkvarar ársins eru gæði umhverfis í nágrenni við heimili og skipulagsmál almennt sem hækka marktækt milli mælinga. Ánægja með úrlausn erinda lækkar marktækt á milli mælinga en aðrir þættir standa í stað. Hafnarfjörður vermir sæti 4 af 20 í ánægju með bæinn sem búsetustað og sæti 9 af 20 í lykilspurningu könnunar sem dregur saman heildarupplifun af þjónustu sveitarfélaganna. Hækkaði sveitarfélagið þar um 3 sæti á milli mælinga 2021 og 2022 og heldur áfram sæti 9 í ár.
Mat á sveitarfélagi og breyting frá síðustu mælingu
Meðaltöl sveitarfélags í samanburði við sveitarfélög í heild
Samkvæmt niðurstöðum Gallup könnunar er Hafnarfjarðarbær yfir meðaltali í samanburði sveitarfélaganna í átta þáttum sem snúa að heildaránægju (72%), ánægju með búsetustað (88%), aðstöðu til íþróttaiðkunar (86%), gæði umhverfis (80%), menningarmálum (71%), þjónustu við barnafjölskyldur (58%), þjónustu við eldri borgara (51%) og skipulagsmálum almennt (53%). Sveitarfélagið er rétt undir meðaltali sveitarfélaganna í fjórum þáttum (0,1 frá meðaltali) sem snúa að þjónustu grunnskóla (65%), þjónustu leikskóla (60%), sorphirðu (57%) og þjónustu við fatlað fólk (45%). Tækifæri til úrbóta liggja víða og þá sérstaklega í þeim þjónustuþáttum sem skora hvað lægst ár hvert innan allra sveitarfélaganna og snúa að þjónustu við fatlað fólk, eldri borgara, sorphirðu og skipulagsmálum og í ár ekki síst hvað varðar úrlausn erinda.
Gallup framkvæmir árlega þjónustukönnun meðal tuttugu stærstu sveitarfélaga landsins til þess að kanna ánægju með þjónustu og gera samanburð þar ásamt því að skoða breytingar frá fyrri mælingum. Gagnasöfnun fór fram dagana 12. desember 2022 – 23. janúar 2023. Um er að ræða lagskipt tilviljunarúrtak 18 ára og eldri úr viðhorfahópi Gallup. Í Hafnarfirði svöruðu 432 einstaklingar könnuninni. Niðurstöður könnunar gefa hugmynd um ánægju íbúa með ákveðna þjónustuþætti óháð því hvort viðkomandi nýti sér þjónustuna eða ekki. Samhliða fást upplýsingar um þjónustuþætti sem gott væri að rýna betur. Niðurstöðurnar voru birtar á fundi bæjarráðs í morgun.
Fundargerð bæjarráðs frá 9. mars 2023
Nú um áramótin tók Valdimar Víðisson við starfi bæjarstjóra Hafnarfjarðar af Rósu Guðbjartsdóttur sem gengt hefur embættinu síðan í júní…
Það jafnast fátt á við útiveru í veðurblíðunni þessa dagana og ófáir sem nýtt hafa sér tækifærið til útivistar í…
Tesla á Íslandi hefur fest sér húsnæði undir nýjar höfuðstöðvar sínar að Borgahellu 6 í Hafnarfirði. Bygginga- og fasteignafélagið Bæjarbyggð…
Ragnhildur Sigmundsdóttir hefur nú lokið störfum sem leikskólakennari. Hún hefur sinnt starfinu í 51 ár og í Hafnarfirði allt frá…
Icelandair hefur flutt höfuðstöðvar sínar á Vellina í Hafnarfirði. Nú starfa þar 550 manns í glæsilegu húsnæði sem hannað er…
Val á íþróttakonu, íþróttakarli og íþróttaliði Hafnarfjarðar fór fram í íþróttahúsinu Strandgötu í dag. Meistaraflokkur FH karla í handknattleik er…
Á íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðar 2024, sem haldin var í dag, var Anton Sveinn heiðraður sérstaklega fyrir afrek sín og…
Sunnudaginn 15. desember voru veittar viðurkenningar á Thorsplani fyrir best skreyttu húsin í Hafnarfirði.
Hafnarfjarðarbær vekur athygli á því að flugeldarusl á ekki heima í sorptunnum heimila. En við erum heppin, því sérstakir gámar…
Bæjarstjórn og starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar sendir íbúum og gestum heilsubæjarins Hafnarfjarðar hugheilar hátíðarkveðjur með hjartans þökk fyrir samstarf og samveru á…