Aukum öryggi barna í íþróttastarfinu

Fréttir

Fræðsluerindi fyrir fullorðna aðila í íþróttahreyfingunni miðvikudaginn 14. október

Í samningum íþróttafélaga í Hafnarfirði við Hafnarfjarðarbæ er ákvæði um að þeir sem starfa í íþróttahreyfingunni skulu sækja námskeið um barnavernd sem sveitarfélagið býður upp á. Samið hefur verið við Barnaheill að sjá um þetta á námskeið í ár. Um er að ræða fræðsluerindi sem er einfölduð útgáfa af námskeiðinu Verndari barna sem fjölmargir starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar hafa sótt. Fræðsluerindið verður sent út með fjarfundabúnaði og hægt verður að taka þátt í gegnum síma eða tölvu. Fræðsluerindin verða tvö til að tryggja að sem flestir geti sótt þau óháð vinnutíma.

 Fræðsluerindi miðvikudaginn 14. október

  • Kl. 12:00-13:00 Kennari Guðrún Helga Bjarnadóttir leikskólakennari og verkefnastjóri Barnaheilla
  • Kl. 19:30-20:30 Kennari Sigríður Björnsdóttir sálfræðingur og verkefnastjóri Barnaheilla

Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar hvetja alla fullorðna aðila í íþróttahreyfingunni til að sækja fræðsluerindið, tryggja að starfsmenn og þjálfarar hafi aðgang að því og aðstoða við að kynna það í sínu félagi.

Skráning á fræðsluerindið fer fram hér: 

 

 

Nánari upplýsingar um slóð og aðgengi að námskeiðinu verður send skráðum þátttakendum þegar nær dregur.

Lýsing á markmiðum fræðslunnar:

Hvernig má vernda börn gegn kynferðisofbeldi í íþróttastarfi? Íþróttakennarar og þjálfarar eru fyrirmyndir margra barna sem leita oft til þeirra með vanda sinn. Eitt af markmiðum fræðslunnar er að kenna viðeigandi viðbrögð þegar barn segir frá.

Fyrirlestur ætlaður fullorðnum sem vinna með börnum og unglingum. 

Erindið fjallar um: 5 skref til verndar börnum gegn kynferðisofbeldi.

  • Greinarmunur á fyrirbyggjandi aðferðum og leiðbeiningum eftir að ofbeldið hefur átt sér stað.
  • Aðferðir til að stuðla að öruggara umhverfi (vinnustað) fyrir fullorðna, börn og ungmenni.
  • Rannsóknir og tíðni kynferðisofbeldis hér á landi og erlendis.

Fjallað er um tíðni ofbeldis hér og annarstaðar, rætt er um þá þætti sem hjálpa fólki að ræða forvarnir, eins og hvernig er rætt við börn um líkamann, mörk og samskipti. Auk þess er fjallað um leiðir til að auka samskipti fullorðinna um óæskilega kynferðislega hegðun á milli barna eða ungmenna og leiðir til að ræða um slíka hegðun og stöðva hana. Ýmis dæmi eru rædd til að áttað sig á hvaða þættir skipta máli þegar koma á í veg fyrir að börn verði fyrir ofbeldi. Einnig fjallað um tilfinningavanda barna sem verða fyrir kynferðisofbeldi og hvaða stuðning má veita þeim þegar þau hafa orðið fyrir slíku.

Ábendingagátt