Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Björk Níelsdóttir er fjallkona Hafnarfjarðar 2024. Björk er fjölhæf listakona, söngkona og tónskáld sem byrjaði ung að árum að læra á trompet hjá Einari Jónssyni í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og hefur ekki slegið slöku við síðan. Björk samdi sjálf ljóðið sem hún flutti í fjölmenni á Thorsplani þann 17. júní – á 80 ára afmælidegi lýðveldisins Íslands. Það er viðeigandi að birta ljóð Fjallkonu Hafnarfjarðar 2024 á sjálfan Kvenréttindadaginn 19. júní.
Björk Níelsdóttir er fjallkona Hafnarfjarðar 2024. Björk er fjölhæf listakona, söngkona og tónskáld sem byrjaði ung að árum að læra á trompet hjá Einari Jónssyni í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og hefur ekki slegið slöku við síðan. Björk hefur stimplað sig vel inn á listasviðinu bæði hér heima og erlendis með listsköpun sinni og hæfileikum. Björk samdi sjálf ljóðið sem hún flutti í fjölmenni á Thorsplani þann 17. júní – á 80 ára afmælidegi lýðveldisins Íslands.
Það er viðeigandi að birta ljóð Fjallkonu Hafnarfjarðar 2024 á sjálfan Kvenréttindadaginn 19. júní. Það var þann 19. júní árið 1915 sem konur á Íslandi, 40 ára og eldri, fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Hefur dagurinn síðan verið tilefni hátíðarhalda og fögnuðar til heiðurs þeirri baráttu sem háð var fyrir auknum réttindum og sjálfstæði kvenna allt frá árinu 1885 þegar baráttan hófst. Aldursákvæði var síðan numið úr lögum með sambandslagasamningi Dana og Íslendinga árið 1918 og konur fengu þar með jafnan kosningarétt á við karla.
Má ég heyra þig syngja og segja þína sögu ?
varlega stígum við saman stutt skref eitt í einu
framhjá bláum boga lítilli tjörn grænu túni og skrýtnum blómastandi
Viltu leiða mig heim ?
framhjá rósastíg angandi öspum í Hellisgerði hundaskít á Hverfisgötu og gamla rauða húsinu mínu
framhjá grænni kirkju við göngum upp á Hamar og horfum á bát á lygnum sjó.
þú andar að þér sjávarlofti og ég kyssi þig með salt á vörum sumarnóttin er í sparifötum
Ég leiði þig heim
Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar hefur fært Hafnarfjarðarbæ fjóra bekki við stíginn upp frá Kaldárselsvegi í Kaldársel. Bæjarstjóri tók við gjöfinni á dögunum.…
Alþjóðatengsl voru efld þegar kínversk sendinefnd frá Changsha varði dagsparti í Hafnarfirði. Hún kynntist bæjarfélaginu og þremur fyrirtækjum bæjarins á…
Byggingarverktakafyrirtækið Verkland hefur hlotið sína fyrstu Svansvottun fyrir fjölbýlishús við Áshamar 42–48. Svansvottun tryggir að húsnæði sé heilnæmt.
Kvartmíluklúbburinn fagnaði 50 ára afmæli í gær. Hafnarfjarðarbær ritaði undir samstarfssamning á afmælishátíðinni og flytur Mótorhúsið til klúbbsins.
Iða Ósk Gunnarsdóttir vinnur að sinni fyrstu ljóðabók á vegum skapandi sumarstarfa í Hafnarfirði í ár. Útlit bókarinnar tekur innblástur…
Íris Egilsdóttir vinnur að því að hanna og útfæra prjónað verk á vegum skapandi sumarstarfa í Hafnarfirði í ár. Verkið,…
Listahópur Vinnuskóla Hafnarfjarðar hefur breytt litlum grænum ruslatunnum í lítil ruslaskrímsli sem gleypa ruslið sem í þær fer. Sautján ungmenni…
Hafnarfjarðarbær óskar eftir átta átján ára og eldri til að slást í sláttuhóp Hafnarfjarðarbæjar. Samið hefur verið við verktaka um…
Tólf hafnfirsk íþróttafélög fengu samtals 13,2 milljónir króna úr sameiginlegum styrktarsjóði Rio Tinto og Hafnarfjarðarbæjar í síðustu viku. Úthlutað er…
Fimm ára börn bætast í hóp þeirra barna sem fá frístundastyrk. Frá og með 15. ágúst fá fimm ára börn…