Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Hafnarfjarðarbær auglýsir Strandgötu 1, Austurgötu 4a og Austurgötu 6 til sölu og óskar eftir tilboðum. Eignirnar verða allar seldar saman og er lágmarksverðið 700Mkr. Staðsetning fasteigna og lóða býður upp á mikla möguleika og tækifæri. Áhersla er lögð á að starfsemi á neðstu hæðum falli vel að stefnu bæjarins um að styrkja hjarta Hafnarfjarðar og auka enn frekar aðdráttarafl hans. Fasteignirnar hýsa í dag m.a. Bókasafn Hafnarfjarðar.
Hafnarfjarðarbær auglýsir Strandgötu 1, Austurgötu 4a og Austurgötu 6 til sölu og óskar eftir tilboðum. Eignirnar verða allar seldar saman og er lágmarksverðið 700 m.kr. Staðsetning fasteigna og lóða býður upp á mikla möguleika og tækifæri. Áhersla er lögð á að starfsemi á neðstu hæðum falli vel að stefnu bæjarins um að styrkja hjarta Hafnarfjarðar og auka enn frekar aðdráttarafl hans. Fasteignirnar hýsa í dag m.a. Bókasafn Hafnarfjarðar sem flyst í nýtt og glæsilegt húsnæði í Firði verslunarmiðstöð í upphafi árs 2026.
Bílastæði eru leyst samkvæmt deiliskipulagi. Fasteignamat og lóðarmat núverandi bygginga er tæpar 560Mkr. Gatnagerðargjöld og byggingarréttargjöld vegna nýrra fermetra og byggingarréttargjald vegna breytingar atvinnuhúsnæðis í íbúðir, ef miðað er við vísitölu í október 2024 er alls kr. 126.494.490. Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í eignirnar. Innifalið er gatnagerðargjald og byggingarréttargjald skv. deiliskipulagi. Lágmarksverð er 700 m.kr. Hægt er að skoða teikningar af fasteignunum á Kortavef Hafnarfjarðar.
Tilboðsgjafi skal með tilboði sínu um kaupverð einnig skila greinargerð um hvers konar starfsemi er ráðgerð á jarðhæðum fasteignanna. Jafnframt skulu vera ítarlegar upplýsingar um tilboðsgjafa, s.s. fjárhagsupplýsingar, greiðslugeta og upplýsingar samstarfsaðila ef það á við. Tilboðsgjafar skulu gera grein fyrir fjármögnun og greiðslum fyrir eignirnar. Við mat á tilboðum verður, sem fyrr segir, sérstaklega litið til hugmynda sem taldar eru styrkja starfsemi og auka mannlíf miðbæjarins. Fyrirspurnir um fasteign skulu berast fyrir kl. 12, þann 15. nóvember á netfangið: hafnarfjordur@hafnarfjordur.is. Fyrirspurnum verður svarað innan fjögurra daga. Tilboðsfrestur rennur út kl. 12 föstudaginn 22. nóvember 2024.
Heimilt er að gera frávikstilboð, þar sem tilboðsgjafar víkja frá deiliskipulagi, t.d. með annarri nýtingu á efri hæðum en allur kostnaður vegna deiliskipulagsbreytinga, mun falla á tilboðsgjafa. Frávikstilboð verða metin sérstaklega.
Tilboð ásamt öllum fylgigögnum þurfa að berast til Hafnarfjarðarbæjar, Strandgötu 6, merkt – Strandgata 1, Austurgata 4a og Austurgata 6 – fyrir kl. 12 föstudaginn 22. nóvember 2024. Sama dag og á sama tíma verða tilboðin opnuð í bæjarráðsalnum í Ráðhúsi Hafnarfjarðar í viðurvist bjóðenda er þess óska.
„Maður getur ekki hætt að brosa,“ segir ein aðalleikkona söngleikjarins West Side Story sem nemendur 10. bekkjar Víðistaðaskóla frumsýna á…
Samfélagslöggurnar okkar eru orðnar fjórar. Starfið hefur því verið eflt til muna, en þær voru tvær. Löggurnar fara á milli…
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti samhljóða á fundi sínum þann 29. janúar síðastliðinn kauptilboð í húsnæði Kænunnar að Óseyrarbraut 2. Fyrirtækið Matbær…
Hafnarfjarðarbær er stór vinnustaður. Leit stendur meðal annars yfir að kennurum, verkefnastjóra, sviðsstjóra, safnstjóra, skrifstofustjóra, tónmenntakennara, skóla- og frístundaliða, þroskaþjálfa…
Á Út um allt má finna yfir 30 útivistarsvæði og 40 göngu- og hjólaleiðir um allt höfuðborgarsvæðið, og mun bætast…
Vetrarhátíð 2025 er haldin um helgina, dagana 6.–9. Febrúar, í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Þessi hátíð ljóss og myrkurs ár…
Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur þann 6. febrúar ár hvert. Í aðdraganda dagsins og á deginum sjálfum leitast starfsfólk og…
Athygli er vakin á því að á morgun, fimmtudaginn 6. febrúar, hefur verið gefin út rauð viðvörun vegna veðurs á…
Leikskólinn Stekkjarás fagnar 20 ára afmæli þetta skólaárið og var blásið í lúðra og afmælinu fagnað í dag í prúðbúnum…
Tilkynning frá Aðgerðastjórn höfuðborgarsvæðisins. Vinsamlegast athugið að aðstæður geta breyst og verða uppfærðar eftir þörfum. Veðurstofa Íslands hefur gefið út…