Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Hjá Hafnarfjarðarbæ er í mótun ný menntastefna í virku samstarfi allra hagsmunaaðila og áhugasamra sem verður tilbúin á vormánuðum 2020 og gildir í 10 ár. Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri mennta- og lýðheilsusviðs, segir að skólastefna eigi að vera einföld og sameina grunngildi allra í skólasamfélaginu.
Hjá Hafnarfjarðarbæ er í mótun ný menntastefna í virku samstarfi allra hagsmunaaðila og áhugasamra sem verður tilbúin á vormánuðum 2020 og gildir í 10 ár. Fanney Dóróthe Halldórsdóttir, sviðsstjóri mennta- og lýðheilsusviðs, segir að skólastefna eigi að vera einföld og sameina grunngildi allra í skólasamfélaginu.
„Við þurfum að draga upp sameiginlega mynd af því hvernig skólinn getur litið út í framtíðinni, nokkurskonar draumsýn, sem kemur til með að þróast og breytast í takti við þarfir og áhuga nemenda. Markmiðið er alltaf að efla og styrkja skólasamfélagið í heild til að takast á við krefjandi hlutverk sitt og skapa meira flæði og fjölbreytt skólastarf,“ segir Fanney.
Fanney leggur áherslu á að nemendur séu mikilvægastir í þessu samhengi því þeirra þarfir, vilji og þrautseigja til að ná þeim markmiðum sem þau sjálf setja sér skiptir mestu máli. „Samhliða þarf að skapa og viðhalda áhuga, þekkingu og leikni í hópi starfsmanna, stjórnenda, foreldra og þeirra sem starfa við eflingu og mótun skólasamfélagsins. Menntun á að stuðla að hæfni, félagsmótun og sjálfstæðri hugsun og hlutverk kennara er að halda jafnvægi milli þessara meginþátta og að taka ákvarðanir um kennslufræði, aðferðir og skipulag skólastarfsins. Inn í menntastefnu koma svo lykilþættir eins og forvarnir, lýðheilsa, íþróttir og tómstundir og hún nær utan um starf með öllum börnum; hjá dagforeldrum, leik- og grunnskólum, frístundaheimilum, félagsmiðstöðvum, ungmennahúsi og öllum aðildarfélögum innan ÍBH.“
Talað er um að skólar endurspegli samfélagið hverju sinni en Fanney segir að þeir séu einnig breytingarafl sem hefur áhrif á samfélagið þegar framtíðin kallar og hefðir toga fast. „Við erum að tala um umbætur til aukinnar vellíðunar og samvirkni. Þær eru á ábyrgð allra sem eru tengjast skólaumhverfinu á einn eða annan hátt. Við, sem komum að uppeldi og menntun barna og unglinga, þurfum að stilla saman strengi okkar og búa til stefnu til framtíðar sem eykur líkur á að fólk komi auga á tækifæri eða ógnanir og geti gripið til nauðsynlegra aðgerða til að stefnan nái fram að ganga. Við viljum endilega heyra í bæjarbúum og allir áhugasamir getað viðrað hugmyndir sínar og skoðanir meðal annars í gegnum samráðsvettvanginn Betri Hafnarfjörð og netfangið menntastefna@hafnarfjordur.is og einnig með virkri þátttöku á fundum næstu vikur og mánuði sem auglýstir verða sérstaklega.“
Viðtal við Fanneyju D. Halldórsdóttir birtist fyrst í Hafnfirðingi
Félagsskapur Karla í skúrnum hefur vaxið og dafnað allt frá því hann var stofnaður 2018 – fyrst hér í Hafnarfirði.…
Stór dagur var hjá Miðstöð vinnu og virkni í gær. Þórdís Rúriksdóttir, forstöðumaður Miðstöðvarinnar, segir að þótt dagurinn hafi verið…
Sundlaugamenning Íslands hefur verið formlega skráð sem óáþreifanlegur menningararfur mannkyns hjá UNESCO.
Fimmta Jólaþorpshelgin verður hlaðin kræsingum og gleði. Fjöldi skemmtiatriða og svo margt sem má upplifa í firðinum okkar fagra.
Tvöföld Reykjanesbraut milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns opnaði formlega síðdegis í gær. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar fagnaði því í Haukaheimilinu um leið og…
Tólf starfsmenn hlutu 25 ára starfsaldursviðurkenningu í gærdag. Samanlagður starfsaldur þessa flotta hóps er 300 ár. Aðeins konur prýddu fagran…
„Til hamingju með 25 ára afmælið,“ sagði Valdimar Víðisson bæjarstjóri þegar hann flutti ávarp á fræðsludegi og afmælisfögnuðu PMTO hugmyndafræðinnar…
All verk ehf. byggir búsetuskjarna með sólarhringsþjónustu við Smyrlahraun 41A. Húsnæðið verður tilbúið um mitt ár 2027.
Nú skína jólaljósin skært. Jólabærinn Hafnarfjörður hvetur Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar til þess að senda ábendingu um þau hús, þær…
Allt er að smella hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar sem úthlutar á morgun mat og gjöfum til um 300 hafnfirskra einstæðinga og…