Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Hver er Ebba Katrín? „Hún er þriggja bræðra systir. Ólst upp í Setbergi í Hafnarfirði, alla mína barnæsku,“ svarar bæjarlistarmaður Hafnarfjarðar 2024. Kynnumst henni betur.
Hver er Ebba Katrín? „Hún er þriggja bræðra systir. Ólst upp í Setbergi í Hafnarfirði, alla mína barnæsku,“ svarar bæjarlistarmaður Hafnarfjarðar 2024. Kynnumst henni enn betur: „Ein í bræðrahópi með læk í bakgarðinum.“
Ebba Katrín Finnsdóttir er fædd 1992. Hún byrjaði ung að leika og steig fyrst á stokk hér í Hafnarfirði í Setbergsskóla þar sem hún var í grunnskóla. Hún gekk í Versló og útskrifaðist af leikarabraut Listaháskóla Íslands 2018. Hún hóf starfsferilinn í Borgarleikhúsinu en starfar nú í Þjóðleikhúsinu. Þetta leikárið er hún í sýningunum Orði gegn orði, Frosti og Ellen B. Í Borgarleikhúsinu lék hún meðal annars í Rómeó og Júlíu þar sem hún var einnig einn tónlistarhöfunda. Einnig Uglu í Atómstöðinni-endurliti og fékk hún Grímuverðlaun fyrir. Ebba Katrín lék í Nokkrum augnablikum um nótt, Ást og upplýsingum og Meistaranum og Margarítu.
Ebba Katrín hefur fengið lofsamlega dóma og tekið þátt í fjölda uppfærslna. Hún hefur ekki aðeins leikið á sviði heldur einnig Sjónvarpi. Hún lék í Mannasiðum á RÚV, í kvikmyndinni Agnesi Joy, þáttaseríunum Venjulegu fólki 2 og 3. Þá hefur hún leikið í stuttmyndunum og Áramótaskaupinu. Nú síðast sáum við hana í aðalhlutverki í þáttunum Húsó. Þá leikur hún um þessar mundir í fjögurra þátta seríu um Vigdísi Finnbogadóttur sem Vesturport gerir.
Ebba Katrín er eins og við vitum bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2024. „Ég er stolt. Mér finnst þetta mikill heiður og mér finnst þetta líka vera eldmóður. Nú langar mig að gera betur, fara í mastersnám og skila einhverju til baka. Ég er strax farin að hugsa: Hvernig get ég haldið áfram og gefið til baka það sem ég fékk þegar ég var yngri í bænum. Rétt eins og fólk hélt utan um mig þegar ég var að þroskast,“ segir hún um titilinn í myndbandi sem sýnt var þegar hann var veittur. „Mér finnst þetta æði.“
Sjáðu myndbandið hér.
Hvernig hófst leiklistarferill Ebbu Katrínar?
„Ég fer á sumarnámskeið í Hafnarfjarðarleikhúsinu þegar ég er barn, tek þátt í Jólastjörnunni á sal í Setbergsskóla. Það var fyrsta framkoman. Svo fer ég í Sönglist og er í leiklist í grunnskóla þegar hægt var að velja leiklist sem val. Er í Versló og boltinn fer að rúlla. Svo vorum við í Konubörnum, settum upp leikrit, skrifuðum sjálfan, sýndum yfir 20 sýningar í Gaflaraleikhúsinu undir stjórn Bjarkar. Algjör kjarnaminning,” segir Ebba Katrín
Hvað er eftirminnilegast á ferlinum þínum hingað til og af hverju?
„Konubörn er það sem við skrifuðum sjálfar og var okkar listaverk. Mér fannst svo fallegt að við fengum allar höfnun en létum það ekki brjóta okkur, heldur sköpuðum og erum allar að vinna þessu tengt í dag. Vorum sex saman,“ lýsir hún.
„Svo myndi ég segja Húsó. Mér finnst það frábært að prófa að gera bíó. Ég er að leika í Vigdísi Finnboga-seríunni. Algjör heiður. En kannski líka ef ég ætti að velja tvennt í leikhúsinu, Konubörn sem á stað í hjarta mínu og einleikurinn núna, sem er eldskírn; Orð gegn orði.“
Áttu þér einhvern uppáhalds stað í Hafnarfirði?
„Ég myndi segja að það væri Lækjarbergið þar sem ég ólst upp. Það er algjör uppáhaldsstaðar. Það er yndislegt að labba með læknum upp að Káldárseli. Hellisgerði er líka ótrúlega flott. Uppáhaldsstaðirnir mínir eru allir þeir þar sem fólkið mitt býr, Klettahraunið. Kjarninn er Setbergið.“
Hvað þýðir það fyrir þig að vera bæjarlistamaður? Stolt? Kom það á óvart?
„Kom á óvart? Já. Mér finnst ég svo ung og eiga enn eftir að gera svo mikið. Ég horfi upp fyrir mig á fyrirmyndir og hafði ekki séð mig í sigti fyrir bæjarlistamann Hafnarfjarðar. Spurði: ertu viss? Það er svo skrýtið að vera leikari. Allt er túlkað í gegnum augu annarra og maður er ekki dómbær á það sem maður gerir. Svo finnst einhverjum eitthvað og öðrum hitt. Leiklist er ekki eins og málaralist og mér finnst ég því enn að stíga inn í að ég sé listamaður,“ segir hún hreinskilin.
„Þetta er heiður sem kveikir í mér að vilja til að gera meira og halda áfram á þessari braut. Algjör innspýting,“ segir hún.
Ég vil þakka kæru samstarfsfólki og ykkur bæjarbúum fyrir samstarfið og samveruna, traustið og hlýjuna á liðnum árum. Ég óska…
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið, byggðasafnið, þjónustuver og Hafnarborg eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar…
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.
„Við systkinin erum öll orðin svo gott sem fullorðin og tvö komin á fertugsaldur, en öll viljum við hvergi annars…