Bæjarstjóri Akureyrar heimsækir Hafnarfjarðarbæ

óflokkað

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Akureyrarbæjar og föruneyti funduðu með Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra og fulltrúum Hafnarfjarðarbæjar í vikunni. Deildu þau reynslu og fengu kynningu á heildarstefnumótun bæjarins til ársins 2035.

Akureyri vinabær Hafnarfjarðarbæjar frá 1999

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Akureyrarbæjar og föruneyti funduðu með Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra og fulltrúum Hafnarfjarðarbæjar í vikunni. Deildu þau reynslu og fengu kynningu á heildarstefnumótun bæjarins til ársins 2035.

Deildu reynslu og ráðum

Fulltrúar bæjarfélaganna ræddu helstu verkefni á fjölskyldu- og barnamálasviði, sem og mennta- og lýðheilsusviði, ræddu fjármál og þjónustu bæjarfélagsins. Einnig heimsótti hópurinn Lífsgæðasetrið þar sem Gerður Björk Guðjónsdóttir verkefnastjóri kynnti starfsemina í húsinu.  Akureyringarnir tóku göngutúr um bæinn og dáðust að glerhúsunum á Thorsplani og fóru í Hellisgerði.

Hafnarfjarðarbær hefur verið vinabær Akureyrarbæjar frá árinu 1999 eða í aldarfjórðung. Bæirnir eiga margt sameiginlegt og gátu borið saman bækur sínar, rætt  áskoranir í kerfum sínum; eins og í  stafrænni innleiðingu, sem er keppikefli að hafa sem besta til hagsbóta fyrir íbúa.

Takk kærlega fyrir frábæra fundi og góða samveru.

Ábendingagátt