Leikskólinn Vesturkot hélt upp á 30 ára afmæli

óflokkað

Leikskólinn Vesturkot er 30 ára. Samvinna var Særúnu Þorláksdóttur leikskólastjóra efst í huga þegar áfanganum var fagnað síðasta föstudag. Elstu börnin sungu fyrir gesti við lófaklapp gestanna.

Vesturkot hefur starfað í þrjátíu ár

Leikskólinn Vesturkot er 30 ára. Samvinna var Særúnu Þorláksdóttur leikskólastjóra efst í huga þegar áfanganum var fagnað síðasta föstudag. Elstu börnin sungu fyrir gesti við lófaklapp gestanna.

„Samvinna, lífsgleði, frelsi, gleði, vinátta, vinskapur, kærleikur, metnaður, skilningur, þolinmæði og skapandi eru eiginleikar sem starfsfólk upplifir hér í Vesturkoti,“ sagði Særún í stuttri ræðu fyrir veislugestina, fyrrum og núverandi starfsmenn leikskólans og starfsfólk bæjarins. Hún sagði frá því hvernig skólinn hefði þróast og hvað þeim væri efst í huga á þessum tímamótum. Hún sagði frá því hverju elstu börnin svöruðu þegar þau voru spurð hvað þau hugsuðu þegar þau væru spurð um Vesturkot.

Særún Þorláksdóttir leikskólastjóri og Inga Þóra Ásdísardóttir aðstoðarleikskólastjóri.

 

Stolt af skólanum, börnunum og starfsfólkinu

„Þau sögðu að það væri gaman að vera í salnum og fara út að leika.“ Hún las setningar sem höfð eru eftir börnunum. „Hann er vinur minn. Elska Vesturkot alla daga. Ég elska hann og vil alltaf vera þar.“ Þau vildu köku, bíla og mjólk og vera með vinkonu og vinum.

„Ég er ótrúlega stolt af skólanum og öllu starfsfólkinu hér innanhús,“ sagði Særún á þessari hátíðarstund. „Leikskólar, sama hver stefna þeirra er hafa ávallt það markmið að börnunum líði vel, gera þau sjálfstæð og félagslega sterk til að takast á við lífið og næsta skólastig. Efla skapandi hugsunun og að þeim þyki vænt um sig og aðra.“

Leikskólinn Vesturkot stendur á Hvaleyrarholtinu í Hafnarfirði. Stutt er í náttúruna þar sem úfið hraunið er við túnfótinn og örstutt í fjöruna. Alls dvelja að meðaltali 84 börn á aldrinum 18 mánaða til sex ára í leikskólanum.

Innilega til hamingju öll með Vesturkot.

Ábendingagátt