Breyting á gjaldskrám frá og með 1. nóvember

óflokkað

Um miðjan október fengu foreldrar og forsjáraðilar grunnskólabarna í Hafnarfirði tilkynningu um 33% hækkun á gjaldskrá skólamáltíða í grunnskóla og 19% hækkun á fæðisgjaldi í leikskóla frá og með 1. nóvember. Hækkunin er tilkomin vegna hækkunar kostnaðar á aðföngum og fleiru hjá Skólamat ehf.

Um miðjan október fengu foreldrar og forsjáraðilar grunnskólabarna í Hafnarfirði tilkynningu um 33% hækkun á gjaldskrá skólamáltíða í grunnskóla og 19% hækkun á fæðisgjaldi í leikskóla frá og með 1. nóvember. Hækkunin er tilkomin vegna hækkunar kostnaðar á aðföngum og fleiru hjá Skólamat ehf. Lögð var áhersla á að standa vörð um kostnaðarhlutdeild foreldra og forsjáraðila barna, en hún verður sú sama fyrir og eftir breytingar.

Skólamatur í höndum Skólamatar frá árinu 2017

Framleiðsla og framreiðsla matar fyrir leik- og grunnskóla í Hafnarfirði var síðast boðin út vorið 2019 og í framhaldinu gengið til samninga við Skólamat um framleiðslu og framreiðslu fyrir tímabilið 2019-2023. Skólamatur hafði fyrir þann tíma sinnt þjónustunni frá 1. nóvember 2017. Samningstíminn var fjögur ár með ákvæðum um að hægt væri að framlengja í tvígang um eitt ár í senn. Skólamatur óskaði ekki eftir framlengingu á óbreyttum samningi að samningstíma loknum heldur óskaði breytingu á einingarverðum þannig að unnt væri að halda þjónustunni áfram. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar ákvað að verða við ósk Skólamatar um breytingu á einingaverðum á fundi sínum 11. október sl. Undirbúningur við nýtt útboð mun fara af stað eftir áramót.

Systkinaafsláttur

Frá og með 1. janúar 2019 kom inn breyting á fæðisgjaldi til fjölskyldna með börn á grunnskólaaldri í Hafnarfirði. Fæðisgjald er fellt niður ef börn á grunnskólaaldri í mataráskrift í sömu fjölskyldu eru fleiri en tvö. Ef tvö systkini eða fleiri með lögheimili í Hafnarfirði eru á grunnskólaaldri veitir Hafnarfjarðarbær 25% afslátt af hádegismat fyrir annað systkini og 100% afslátt frá og með þriðja systkini.

Ábendingagátt