Öskudagurinn 2024 í skólum og stofnunum

óflokkað

Það er hressilegur siður að halda öskudaginn hátíðlegan í Hafnarfirði enda fátt skemmtilegra en að klæða sig upp í alls konar búninga og skemmta sér. Hafnfirskir skólar útfæra sína dagskrá á skertum skóladegi. Frístundaheimilin eru opin og verða að vanda litrík á þessum degi.

Skertur skóladagur og öskudagsuppbrot

Það hefur verið góður og gleðilegur siður að halda öskudaginn hátíðlegan  í Hafnarfirði enda fátt skemmtilegra en að klæða sig upp í alls konar búninga og skemmta sér.

Öskudagurinn í Hafnarfirði fer fram með hefðbundnum hætti. Skóladagur grunnskólanemenda er skertur og lýkur skólastarfi upp úr 11 í öllum grunnskólunum Hafnarfjarðarbæjar, þó misjafnt eftir skólum og stigum.

Öskudagsuppbrot verður á starfi leikskóla Hafnarfjarðar með búningum og gleði en að öðru leyti helst leikskólastarfið óbreytt.

Söfn og þjónustuver taka vel á móti syngjandi glöðum börnum

Hafnarfjarðarbær stendur ekki fyrir sérstökum hátíðarhöldum í miðbæ Hafnarfjarðar á öskudaginn frekar er fyrri ár. Hins vegar mun starfsfólk okkar í Ráðhúsi Hafnarfjarðar að Strandgötu 6, Bókasafni Hafnarfjarðar og Hafnarborg taka vel á móti þeim syngjandi glöðum börnum.

Af hverju er öskudagur haldinn hátíðlegur?  Sjá upplýsingar á Vísindavefnum

 

Ábendingagátt