Jólahjarta Hafnarfjarðar 2023

óflokkað

Jólahjarta Hafnarfjarðar skiptist að þessu sinni annars vegar í 35 sýningar af Jóla Hólm í Bæjarbíói og hins vegar hátíðartjald í portinu fyrir aftan bíóið. Alla föstudaga og laugardaga verður matarvagn fyrir utan tjaldið og tilvalið fyrir mömmur og pabba, ömmur og afa og vinahópa að mæta á svæðið og fá sér matarbita og jóladrykk með.

Aðventuhátíðartjald á bak við Bæjarbíó

Jólahjarta Hafnarfjarðar skiptist að þessu sinni annars vegar í 35 sýningar af Jóla Hólm í Bæjarbíói og hins vegar hátíðartjald í portinu fyrir aftan bíóið. Löngu uppselt er á sýningarnar en það verður sannkölluð aðventustemning í tjaldinu og jólaskreytingar sem gleðja augað. Alla föstudaga og laugardaga verður matarvagn fyrir utan tjaldið og tilvalið fyrir mömmur og pabba, ömmur og afa og vinahópa að mæta á svæðið og fá sér matarbita og jóladrykk með.

Wingman verður við hliðina á tjaldinu föstudag og laugardag frá kl 17-22

Opið allar helgar fram að jólum

Jólahjarta Hafnarfjarðar og jólatjaldið á bak við Bæjarbíó er opið og verður opið fimmtudaga, föstudaga og laugardaga frá 17-22 allar helgar fram að jólum. Eldri hluti fjölskyldunnar er hvattur til að mæta í tjaldið og njóta samveru með jafnöldrum sínum á aðventunni í upphituðu tjaldinu.  Heitir og kaldar drykkir í blandi við afar hlýlegt og vinalegt viðmót starfsfólks Bæjarbíóa.. Wingman verður með matarvagn við hlið tjaldsins föstudag og laugardag.  Næg borð og bekkir eru fyrir gesti og gangandi sem vilja setjast niður eftir vel heppnuð jólagjafainnkaup og fá sér jólaborgara og svalandi drykk, jólaglögg eða kakó fyrir fullorðna á meðan þægileg jólatónlist ómar í tjaldinu. Teppi fyrir þá sem koma í tjaldið á meðan birgðir endast!

Jólalögin óma og jólaandinn svífur yfir í (jóla)hjarta Hafnarfjarðar

Ábendingagátt