Hrekkjavaka í Hafnarfirði – grikk eða gott

óflokkað

Skemmtileg hefð hefur skapast fyrir Hrekkjuvöku í Hafnarfirði síðustu árin þar sem heilu hverfin, félagasamtök og skólasamfélög taka sig saman og bjóða upp á hryllilega hræðilega skemmtun eða heimsóknir í hús. Óhætt er að segja að Hrekkjavakan hafi með ári hverju notið sívaxandi vinsælda og víða innan hverfa hefur skapast sú hefð að börn gangi í hús með „grikk eða gott” auk þess sem bæði leikskólar og grunnskólar eru með uppbroti í sínu skólastarfi.

Íbúar eru hvattir til að deila skemmtilegum myndum frá Hrekkjavökunni í ár

Skemmtileg hefð hefur skapast fyrir Hrekkjuvöku í Hafnarfirði síðustu árin þar sem heilu hverfin, félagasamtök og skólasamfélög taka sig saman og bjóða upp á hryllilega hræðilega skemmtun eða heimsóknir í hús. Óhætt er að segja að Hrekkjavakan hafi með ári hverju notið sívaxandi vinsælda og víða innan hverfa hefur skapast sú hefð að börn gangi í hús með „grikk eða gott” auk þess sem bæði leikskólar og grunnskólar eru með uppbroti í sínu skólastarfi. Í ár er Hrekkjavakan þriðjudaginn 31. október og má finna á flestum, ef ekki öllum, hverfasíðum íbúa á samfélagsmiðlum kort yfir þau heimili sem ætla sér að taka á móti öllum áhugasömum með grikk eða gotti. Einhverjir tóku forskot á sæluna í síðustu viku og um nýliðna helgi og mátti sjá kynlega kvisti á öllum aldri skella sér á skemmtun eða til veislu í heimahús. Gera má ráð fyrir að götur bæjarins fyllist af fjölskyldunni allri í allskonar búningum.

Draugagarðurinn á Suðurgötu fékk styrk í haustúthlutun bæjaráðs

Anthony Vincent Bacigalupo fékk nýverið styrk bæjarráðs Hafnarfjarðar til að setja upp Draugagarðinn sem er viðburður og vaxandi hefð á hverju hausti á Hrekkjavökunni í hjarta Hafnarfjarðar. Anthony og fjölskylda hans hafa við heimili sitt á Suðurgötu 9 (The Shed) búið til stað fyrir alla aldurshópa til að koma og upplifa óhugnanlegt andrúmsloft og njóta listar og sköpunar. Þau vilja með framtaki sínu skapa tengsl, og þá ekki síst milli nágranna í hverfinu og fræða alla áhugasama um vaxandi hefð Hrekkjavökunnar var ekki einu sinni viðhöfð á Íslandi fyrr en nýlega. Öll áhugasöm eru hvött til að mæta og upplifa „hryllinginn“.

Hryllilega góða skemmtun!

Ábendingagátt