Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Útsjónarsemi, hugmyndaauðgi og samstillt átak stjórnenda og starfsfólks hefur tryggt að sveitarfélagið hefur getað haldið úti samfélagslega mikilvægri þjónustu og þjónustu sem þarf að haldast órofin á öllum stigum almannavarna að mestu óskertri.
Hjá Hafnarfjarðarbær hefur verið lagt kapp á, frá upphafi Covid19, að tryggja að ekki komi til skerðingar á samfélagslega mikilvægri þjónustu og þjónustu sem þarf að haldast órofin á öllum stigum almannavarna. Guðrún Þorsteinsdóttir, mannauðsstjóri Hafnarfjarðarbæjar segir að það hafi að mestu tekist með útsjónarsemi og hugmyndaauðgi stjórnenda og starfsfólks á hverri starfsstöð fyrir sig og með samstilltu átaki alls starfsfólks sem skráð hafi sig í bakvarðahóp Hafnarfjarðarbæjar.
Bæjarblaðið Hafnfirðingur ræddi við Guðrúnu og Lísu Margréti Óskarsdóttur, flugnema og starfsmann Ásvallalaugar, sem leysti af á leikskóla, því söfn og sundlaugar eru lokuð.
Guðrún Þorsteinsdóttir mannauðsstjóri Hafnarfjarðarbæjar hér með fyrsta bakverðinum Lísu Margréti. Mynd/Olga Björt
Þegar fyrsta Covid bylgjan geisaði hér á landi var samþykkt á Alþingi nýtt lagaákvæði um almannavarnir, þess efnis að það sé borgaraleg skylda opinberra starfsmanna að gegna störfum í þágu almannavarna á hættustundu. Þannig er t.d. Hafnarfjarðarbæ heimilt að fela starfsfólki breyttar starfsskyldur og að flytja þá tímabundið milli starfsstöðva til að sinna verkefnum sem hafa forgang. Bærinn þurfti ekki að nýta sér þetta ákvæði í fyrstu bylgjunni, en þegar þriðja bylgjan skall á í haust var ákvæðið virkjað á ný og voru fyrstu bakverðirnir kallaðir út nú á haustmánuðum.
Á meðan sundlaugar eru lokaðar, þá gefst starfsfólki þess tækifæri til að prófa annan vettvang. Mynd/Eva Ágústa
50 manns gáfu kost á sér í vor
„Þegar við opnuðum fyrir skráningar í bakvarðahópinn í vor brást fólk hratt við og fannst það renna blóðið til skyldunnar með að bjóða sig fram og gáfu 50 manns kost á sér.“ Guðrún tekur fram að blessunarlega hafi bærinn svo ekki þurft á þeirri aðstoð að halda. „Við erum búin að vera nokkuð heppin. Í vor og sumar gekk allt vel og svo í haust fór allt af stað aftur. Vegna veikinda eða sóttkvíar starfsfólks þá höfum við þurft að kalla til annað starfsfólk og þá oft með stuttum fyrirvara. Þannig höfum við sloppið við að loka heilu eða hálfu skólunum þótt smit hafi komið upp. Stóri munurinn nú og þá er að núna eru allir leik- og grunnskólar opnir, en hólfaðir af eins og í vor. Það þýðir þá einnig að færri eru á lausu í bakvarðahópnum. Einungis söfn og sundlaugar eru lokuð.“
Leikskólabörn njóta góðs af bakvarðasveitinni. Mynd frá Hraunvallaleikskóla.
Starfsmenn sundlauga fóru til starfa á leikskóla
Hún segir að sett hafi verið upp skipulag fyrir skráningu í bakvarðahóp og tímabundna pörun í önnur störf og þannig passað t.d. upp á mikilvæga þætti eins og þekkingu, reynslu, heilsufar og hæfni fólks til að geta sinnt öðrum störfum. „Fjórir starfsmenn Suðurbæjarlaugar og einn frá Ásvallalaug fóru t.a.m. tímabundið til starfa á leikskóla,“ segir Guðrún og tekur fram að starfsfólk hafi svo gríðarlega fjölbreytta reynslu, hvað þá á 2200 manna vinnustað eins og Hafnarfjarðarbær er. „Við byggðum fyrst og fremst upp bakvarðahóp fyrir velferðarþjónustu sem við nýtum líka fyrir fræðsluþjónustuna. Stjórnendur og allt starfsfólk sveitarfélagsins hefur unnið gríðarlega vinnu við skipulagningu allra sinna verkefna til að láta hlutina ganga upp og sýnt aðstæðum mikinn skilning og á sama tíma mikla samfélagslega ábyrgð”.
Hellingur af knúsi og fótbolti í andlitið
Lísa Margrét er fædd árið 2000 og hefur starfað um tíma með námi í Ásvallalaug. Hún var kölluð til leikskólans Vesturkots vegna veikinda starfsfólks þar. Hún segist hafa áður haft dálitla reynslu af því að vinna með börnum þegar hún sá um skátanámskeið á vegum Hafnarfjarðarbæjar. „Ég var búin að vera heima í viku þegar verkstjórinn minn hafði samband og hvatti mig til að skrá mig í bakvarðahópinn. Það var mjög kærkomið þegar kallið kom og gott að geta lagt sitt af mörkum og nýtt krafta sína á þennan hátt.“ Lísa Margrét kláraði bóklegt flugnám frá Flugskóla Íslands (sem sameinaðist Keili) í júní sl., en verklega námið tekur svo hvern og einn nemanda misjafnlega langan tíma í framhaldinu. „Tímasetningin hentaði vel. Ég fór dálítið út í djúpu laugina í starfinu á leikskólanum en það var samt líkt því sem ég hafði ímyndað mér. Fyrsta daginn fékk ég helling af knúsi og líka fótbolta í andlitið,“ segir hún og hlær. Hún bætir við að lokum að hún sé opin fyrir því að vera kölluð á aðra starfsstöð ef þörf er á og hvetur aðra til þess að skrá sig í bakvarðahópinn, enda um að ræða kjörið tækifæri til að bæta upplifun og þekkingu í reynslubankann og kynnast öðrum störfum innan sveitarfélagsins.
Viðtal við Guðrúnu og Lísu Margréti var birt í Hafnfirðingi 10. nóvember 2020.
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…
Hafnarfjarðarbær hefur svo gott sem lokið við LED-ljósavæðingu götulýsingar bæjarfélagsins. 95% ljósastaura nota LED-lýsingu. Víða í stofnunum bæjarins hefur LED-lýsing…