Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Tvö verkefni tengd Hafnarfjarðarbæ hljóta styrk. Úthlutun Barnamenningarsjóðs Íslands fór fram í gær og hlutu 42 verkefni styrk úr sjóðnum í ár. Sjóðurinn hefur það hlutverk að styðja við fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífinu. Hafnarfjarðarbær fékk styrk í verkefnið Bæjarstjórn unga fólksins, hlutverkaleik. Annað verkefni, FLY – Ísland 2, sem tengist þremur grunnskólum í sveitarfélaginu, hlaut einnig styrk.
Barnamenning blómstrar – tvö verkefni tengd Hafnarfjarðarbæ hljóta styrk
Úthlutun Barnamenningarsjóðs Íslands fór fram í gær og hlutu 42 verkefni styrk úr sjóðnum í ár. Þetta var önnur úthlutun sjóðsins sem stofnaður var í tilefni aldarafmælis fullveldisins. Sjóðurinn hefur það hlutverk að styðja við fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífinu. Hafnarfjarðarbær fékk styrk í verkefnið Bæjarstjórn unga fólksins, hlutverkaleik sem tengist sýningu listamannatvíeykisins Ólafs Ólafssonar og Libiu Castro sem verður sett upp í Hafnarborg í vetur. Annað verkefni, FLY – Ísland 2, sem tengist þremur grunnskólum í sveitarfélaginu hlaut einnig styrk.
Barnamenning blómstrar: 42 verkefni hljóta styrk úr Barnamenningarsjóði Íslands. Mynd: Stjórnarráðið
Alls bárust 112 umsóknir í ár og er áhersla lögð á að verkefnin mæti fjölbreyttum þörfum barna og ungmenna. Í því skyni er til að mynda horft til aldurs, uppruna, færni, efnahags og búsetu. Þá tekur úthlutun sjóðsins einni mið af áherslu núgildandi menningarstefnu á samstarf stofnana, skóla, félagasamtaka og einstaklinga.
Um Bæjarstjórn unga fólksins
Bæjarstjórn unga fólksins er hlutverkaleikur fyrir einn árgang úr grunnskólum Hafnarfjarðar þar sem unga fólkið setur sig í hlutverk bæjarfulltrúa í einn dag og vinnur með málefni sem þau velja sjálf. Verkefnið tengist sýningu listamannatvíeykisins Ólafs Ólafssonar og Libiu Castro sem verður sett upp í Hafnarborg í vetur þar sem stjórnarskrá lýðveldisins Íslands er til umfjöllunar en undanfarin 10 ár hafa þau unnið með stjórnarskrána og tjáningarfrelsið í verkum sínum.
Verkefnið stuðlar að lýðræðislegri virkni barna í samfélaginu með virkri tengingu við menningarlíf. Í verkefninu fá börnin tækifæri til þess að kynna sér sýningu þar sem skoðað er hvernig stjórnarskrá og tjáningarfrelsi eru undirstaða lýðræðis í íslensku samfélagi. Í 12. grein Barnasáttmála SÞ er börnum tryggður réttur til að láta skoðanir sínar í ljós í öllum málum er þau varða og í verkefninu verður unnið með raunverulegar hugmyndir þeirra og þeim komið til skila til yfirvalda. Lýðræðisleg vinnubrögð eru í fyrsta sæti yfir það sem ungmennin eiga að öðlast betri skilning á í verkefninu en að auki er markmið verkefnisins að efla skilning nemenda á stjórnskipulagi Hafnarfjarðarkaupstaðar, störfum bæjarstjórnar og lýðræðislegum vinnubrögðum. Fulltrúar í Ungmennaráði Hafnarfjarðar munu vera til ráðgjafar við undirbúning og muni að lokum fullvinna og kynna þær tillögur sem unnið verður með í bæjarstjórn unga fólksins fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Miðað er við að fyrsti hópurinn komi 15. október á degi borgaravitundar og lýðræðis en Evrópuráðið hvetur sveitarfélög í aðildarríkjum sínum til skipuleggja lýðræðisviku í kringum þann dag en sama dag árið 1985 var Evrópusáttmáli um sjálfstjórn sveitarfélaga opnaður til undirritunar.
Um FLY – Ísland 2
FLY – ÍSLAND 2 er framhald verkefnis sem miðar að því að innleiða nýjar kennsluaðferðir á sviði sjónrænnar sögugerðar í grunnskólum. Verkefnið byggir á vinnustofum fyrir kennara og nemendur þeirra, ásamt gerð kennsluefnis og miðlun þekkingar og reynslu af sambærilegu verkefni í Danmörku. Fyrsti hluti verkefnisins fékk stuðning frá Barnamenningarsjóði 2019. Það er Ari Hlynur Guðmundsson Yates í samstarfi við The Animation Workshop/VIA University College í Viborg, Listkennsludeild LHÍ, Lækjarskóla, Setbergsskóla og Hraunvallaskóla í Hafnarfirði, Garðaskóla í Garðabæ, Fellaskóla í Reykjavík og Landvernd sem sótti um styrk í verkefnið.
Þannig hafa nemendur m.a. í Lækjarskóla, Setbergsskóla og Hraunvallaskóla þegar tekið þátt í vinnustofu um stuttmyndagerð með Martin Spenner frá Lommefilm og þar með í þessu alþjóðlega FLY-verkefni sem vill höfða til og nota kvikmyndalæsi í kennslu barna og unglinga. FLY skammstöfunin stendur fyrir Fly Littercy Years. Rekja má uppruna FLY samstarfsverkefnisins til Danmerkur en verkefnið teygir anga sína víða og hefur verið að ryðja sér til rúms á Íslandi síðustu mánuði og ár. Hafin er uppbygging samstarfsnets kennara á Íslandi sem tengist alþjóðlegu neti kennara með það að markmiði að deila aðferðum sem nýta stutt- og hreyfimyndagerð sem verkfæri og aðferðafræði í kennslu.
Nánari upplýsingar um FLY – verkefnið
Ákveðið hefur verið að setja upp tvo nýja ærslabelgi í Hafnarfirði á árinu 2025 á völdum opnum svæðum í bænum…
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…