Besta ár Hafnarfjarðarbæjar á vefnum
Skýrsla um umferð á vef Hafnarfjarðar fyrir árið 2023 hefur verið birt. Aldrei hafa áður jafn margir sótt vefinn á einu ári eða í alls 650 þúsund heimsóknum.
Helstu niðurstöður úr vefgreiningu ársins eru:
- Vefur Hafnarfjarðarbæjar var heimsóttur rúmlega 650 þúsund sinnum á árinu sem er 24% aukning milli ára og gerir árið að langsamlega besta ári bæjarins á vefnum
- Konur eru áfram meirihluti þeirra sem sækja vefinn heim og auka aðeins hlut sinn borið saman við fyrra ár. Aldursskipting helst tiltölulega óbreytt
- Líkt og síðustu ár eru leitarvélar (fyrst og fremst Google) helsta uppspretta heimsókna á vefinn
- Mest sóttu síður vefsins eru: Laus störf, fundargerðir, leit, kort af bænum, sorphirða, starfsfólk og fréttir og tilkynningar
- Alls voru lesnar tæplega 200 þúsund fréttir
- Júní var lang stærsti mánuðurinn í lestri viðburða með 17. júní og Hjarta Hafnarfjarðar í fararbroddi
Auk þess má sjá greiningu á endurgjöf (var efnið hjálplegt?), vafranotkun og fleiri tækniupplýsingar.