Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
554 milljón króna væntur rekstrarafgangur og útsvar lækkar. Frumvarp að fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2017 liggur nú fyrir. Rekstur ársins 2016 og fjárhagsáætlun 2017 endurspegla skýrt áherslur bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á að auka þjónustu, draga úr álögum á íbúa, greiða niður skuldir og fjárfesta í auknu mæli fyrir eigið fé.
554 milljón króna væntur afgangur af rekstrinum og útsvar lækkar.
Frumvarp að fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2017 liggur nú fyrir. Rekstur ársins 2016 og fjárhagsáætlun 2017 endurspegla skýrt áherslur bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á að auka þjónustu, draga úr álögum á íbúa, greiða niður skuldir og fjárfesta í auknu mæli fyrir eigið fé.
Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar 2017
Sjá fjárhagsáætlun 2017
Sjá greinargerð með fjárhagsáætlun 2017
Sjá töflur með helstu niðurstöðum fjárhagsáætlunar 2017 og samanburð milli ára
Fjárhagsáætlun ársins 2017 gerir ráð fyrir að útsvar verði lækkað úr 14,52%, sem er hámarksútsvarsprósenta, í 14,48%. Jafnframt er gert ráð fyrir að álagningaprósenta fasteignaskatts og holræsa- og vatnsgjalds lækki á milli ára á íbúðarhúsnæði þannig að álagning í krónum talið standi nánast í stað eða lækki lítillega þrátt fyrir umtalsverða hækkun fasteignamats. Almennt er gert ráð fyrir breytingum á gjaldskrá fyrir árið 2017 í samræmi við áætlaða vísitöluhækkun eða 3,9% en fjórða árið í röð verða dvalargjöld á leikskólum þau sömu. Hér er um að ræða aðgerðir sem miða að því að draga úr álögum á íbúa þrátt fyrir almennar verðlagshækkanir. Þá er gert ráð fyrir auknum útgjöldum umfram almennar verðlagshækkanir í fjárhagsáætluninni samtals að fjárhæð um 390 milljónir króna. Um er að ræða m.a. aukin framlög til leik- og grunnskóla, fjölskylduþjónustu, menningarmála og umhverfisþjónustu. „Í fyrsta skipti í a.m.k. 18 ár erum við ekki með útsvarið í hámarki. Við munum halda innviðafjárfestingum áfram á nýju ári. Þrjár nýjar félagslegar íbúðir eru nú í kaupferli og gert ráð fyrir 200 milljónum til viðbótar í félagslegar íbúðir á næsta ári. Aukin áhersla verður lögð á fagmenntun og nýsköpun í þjónustu bæjarins, fjölmenningu, bættan námsárangur og snemmtæka íhlutun svo fátt eitt sé nefnt. Viðhaldi hefur verið ábótavant hin síðustu ár og munum við í ár m.a. auka við viðhaldsfé til fasteigna, gatna og göngustíga bæjarins, efla snjómokstur og hálkuvarnir, sópun, sláttur og beðahreinsun“ segir Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar.
Hafnarfjörður er þriðja stærsta sveitarfélag landsins með heildarútgjöld um 23,3 milljarða króna, áætlaðan launakostnað um 11,7 milljarða króna og áætlaðan fjármagnskostnað um 1,9 milljarð króna. Skuldahlutfall Hafnarfjarðarbæjar verður samkvæmt áætlun 170% í lok árs 2017 en var 194% í árslok 2015 og 202% í árslok 2014. Útkomuspá gerir ráð fyrir að skuldaviðmið verði í árslok 2016 150,9%. Samkvæmt fjárhagsáætlun 2017 verður skuldaviðmið 141,4% í lok þess árs. Gangi áætlun eftir er ljóst að skuldaviðmiðið mun fara niður fyrir 150% hlutfallið á árinu 2017. „Hafnarfjörður hefur verið að vaxa í margþættu tilliti. Við munum að öllum líkindum upplifa jákvæða rekstrarniðurstöðu í lok árs 2016, veltufé frá rekstri hefur aukist umtalsvert, engin ný lán hafa verið tekin og við farin að fjármagna framkvæmdir fyrir eigið fé. Við höfum lagt áherslu á að bæta þjónustu við samfélagið og viljum gera enn betur á nýju ári. Spennandi hlutir eru að gerast á sviði ferðaþjónustu í bænum, uppbygging er mikil, íbúum að fjölga og fjölbreytileiki fyrirtækja á svæðinu að aukast“ segir Haraldur.
Umtalsverður halli var á rekstri sveitarfélagsins árið 2015. Rekstrarniðurstaða fyrri hluta árs 2016 var jákvæð um 483 milljónir króna eða 349 milljónir króna umfram áætlun og samkvæmt útkomuspá er ekkert sem bendir til annars en að rekstrarniðurstaða í lok árs 2016 verði jákvæð og veruleg aukning í veltufé frá rekstri gangi eftir. Aðhald og hagræðing hefur skapað svigrúm hjá sveitarfélaginu til frekari framkvæmda á nýju ári. Hér spila tæplega 1.800 starfsmenn sveitarfélagsins heilt yfir stórt hlutverk. “Það er m.a. fyrir faglegt framlag starfsmanna, aðhaldsaðgerðir síðustu mánaða og jákvæðni og framtak íbúa og fyrirtækja í hafnfirsku samfélagi sem rekstur sveitarfélagsins gengur eins vel og raun ber vitni. Þegar allir leggjast á eitt þá verður árangurinn góður“ segir Haraldur að lokum.
Ég vil þakka kæru samstarfsfólki og ykkur bæjarbúum fyrir samstarfið og samveruna, traustið og hlýjuna á liðnum árum. Ég óska…
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið, byggðasafnið, þjónustuver og Hafnarborg eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar…
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.
„Við systkinin erum öll orðin svo gott sem fullorðin og tvö komin á fertugsaldur, en öll viljum við hvergi annars…